Andvari - 01.01.1900, Síða 16
IO
hans voru ekki i samræmi við þær skoðanir, er stjórnin
vildi láta fulltrúa sína á þingi fylgja.
Þá er Benedikt var orðinn dómari í yfirréttinum,
var þess ekki langt að bíða, að hann léti til sín taka í
almennum málum og öðrum framkvæmdum. Þeir sem
þektu hann á síðustu æfiárum hans, geta auðveldlega trú-
að þvi, að á þroskaskeiði síiivt hafi hann ekki látið alt
fyrir brjósti brenna, og að eigi hafi þá verið heiglum
hent, að standa honum á sporði í orði eða á borði.
Þá er hann kom hingað til bæjarins 1859, var
eitt stórmál á dagskrá þjóðarinnar, mál, sem þá skipaði
öndvegi engu siður en stjórnarbótarmálið, eða jafnvel
fremur um tima, að minsta kosti hjá almenningi. Það
var fjárkláðamálið. Enginn maður, sem nokkuð kvað að,
lét það mál afskiftalaust. Menn skiftust í tvo harðsnúna
flokka: niðurskurðar- og lækningamenn. Og ófriðurinn
og æsingurinn var svo mikill, að jafnmikill gauragangur
liefur naumast verið i nokkru máli liér1). Síðari hrinan
í þessu máli á dögum Jóns ritara 1875—76, þótti mörg-
um að visu allsnörp, en hún var þó naumast annað en
barnagaman hjá þvi, sem á gekk árin 1857—64. Bene-
dikt varð undir eins við mál þetta riðinn haustið 1859,
því að þeir Tscherning og Jón Sigurðsson, er þá voru
hér sem konunglegir erindsrekar í þvi máli, fólu honum
þá á hendur að fara austur i Arnessýslu, og líta eftir
því, að fyrirskipunum þeirra um baðanir væri hlýtt. Og
1) Það var t. d. fullyrt, að Bogi Thorarensen, settur
amtmaður í Vesturamtinu hefði beðið Havstoen amtmaun
nyrðra í júlímánuði 1864 að útvega nokkra vopnaða menn
til að fara suður, ásamt 200 mönnum, er hann hefði vígbúna
í Vesturamtinu, og skyldu þeir þröngva Sunnlendingum til
niðurskurðar með vopnum(!), en Havsteen hafi ekki viljað
aðhyllast þessa uppástungu (sbr. íslending 4. árg. bls. 92).