Andvari - 01.01.1900, Page 17
II
upp frá |)vi varð mál þetta eitt af áhugamálum Benedikts,
alla stund meðan það var á dagskrá og verður afskifta
lians af því síðar getið nánar.
Fyrsta veturinn, sem Benedikt var í yfirréttinum
varð það að ráði meðal 7 embættismanna höfuðstaðarins
að stofna nýtt blað samhliða Þjóðólfi, en með annari
stefnu. Mun það einkum hafa átt að vera mentandi og
fræðandi fyrir alþýðu, án sérstakrar pólitískrar stefnu.
Fyrsta tölublað þessa nýja blaðs, er nefndist »Islendingur«
kom út í marzmánuði 1860. Var Benedikt einn þessara
stofnenda og útgefenda blaðsins og varð hann ábyrgðar-
maður þess. Þótt »íslendingur« væri að mörgu leyti
gott blað á þeim timum, náði það þó aldrei almennings-
hylli, er með fram mun hafa stafað af því, að það var
gefið út af embættismönnum. Og eftir 3 ár lá við sjálft
að það hætti, var þá orðið stórskuldugt. En Benedikt
hélt i því lífinu 4. árið, ásarrt Jóni Péturssyni yfirdómara
og Jóni Thoroddsen sýslumanni, er voru meðútgefendur
lians. Það ár reit Benedikt allmikið í blaðið, einkum um
kláðamálið, en fyrstu 3 árin mun hann lítið ritað hafa,
nema eina langa grein um »stjórnarmálefni Islands« í 1.
og 2. árg. (12. jan. — 10. maí 1861) og aðra um fjár-
ldáðamálið í 3. árg. Er fyrri greinin hin fyrsta pólitíska
ritgerð hans eða trúarjátning, og að því leyti allmerk, en
liún hætti í miðju kafi, sem líklega stafar af því, að
Benedikt var um það leyti kvaddur til þingsetu sem kon-
ungkjörinn varaþingmaður, og hefur þá ekki fengið tóm
til ritstarfa. Var hann á þessu fyrsta þingi 1861 kosinn
í nær helming allra þingnefnda, þar ápneðal í flest hin vanda-
sömustu og umfangsmestu mál, og forseti þingsins (Jón
ritstj. Guðmundsson) lýsti því beinlínis yfir í þingslita-
ræðu sinni, að það hefði verið elju Benedikts og
dugnaði að þakka, ásamt þingm. Borgf. (Arnlj. Ólafssyni)
að málin urðu afgreidd bæði fljótt og vel (sbr. »íslending«