Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 19
J3
hve hann var athugull og greiövirkur, enda manna leikn-
astur í öllum þingstörfum.
Fyrsta árið, sem Benedikt þjónaði yfirdómaraem-
bættinu hafði hann aðsetur í Reykjavík. En hann undi
sér ekki lengi þar á mölinni og þótti starfsvið sitt of lít-
ið, með því að embættið var hægt. Keypti hann þá
jörðina Elliðavatn (ásamt Vatnsenda, Arbæ og Elliðakoti)
og flutti þangað búferlum vorið 1860. Tók hann þegar
að gera þar allmiklar jarðabætur, einkum með engjaáveit-
uni og öðrum umbótum og fékk.danskan rnann, Jörgen-
sen að nafni, til að segja fyrir um það verk. Tók jörð-
in brátt miklum stakkaskiftum við ábúð hans, og ber
þess að sumu leyti rnenjar enn í dag. Þótt vegurinn sé
ekki langur millum Elliðavatns og Reykjavíkur, varð em-
bættisþjónustan Benedikt erfiðari en ella. Þar við bætt-
ist og, að heimilislíf hans var ekki sem ánægjulegast, og
liafði það miður holl áhrif á skapferli hans, en maðurinn
geðríkur að eðlisfari. Hneigðist hann þá um of til
drykkju og var þá vandfarnara. Neyttu mótstöðumenn
hans þess til að ófrægja hann við stjórnina, er var því
auðveldara, með því að afskifti hans af almennum mál-
um fóru mjög á annan veg en henni þóknaðist. Kom
svo loks, að Benedikt var sviftur embætti sínu án dóms
og laga 19. ágúst 1870, en þó með 450 ríkisdala eftir-
launum. Mæltist þetta atferli stjórnarinnar miður vel
fyrir hjá mörgum, því að þótt ástæða nokkur hafi til
þess verið frá hennar hálfu, þá var það samt sem áður
mesta gerræði að setja dómara í yfirréttinum af embætti
svona umsvifalaust, án þess mál hans væri rannsakað eða
dæmt og honurn gefinn kostur á að verja sig. Að
minsta kosti var það ekki samkvæmt grundvallarlögun-
um, er stjórnin bæði fyr og síðar licfur haldið fram, að
giltu liér á Jandi. En hún fór þar ekki eftir þeim1).
1) Með konungsúrskurði 14. maí 1808 haföi dómend-