Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 20
14
Um og eftir 1870 átti Benedikt í allmiklum erj-
um og málaferlum, er að nokkru leyti stóðu óbeinlínis í
sambandi við embættisfrávikningu hans. Upptök þeirra
voru þau, að sumarið 1869 kærði H. Th. A. Thomsen
kaupmaður Benedikt um, að hann spilti laxveiði þeirri, er
Tliomsen átti í neðri hluta Elliðaánna. En Benedikt
hafði veitt vatni úr ánum á engjar sínar á Elliðavatni, og
félck Thomsen fógetaúrskurð til að banna honum það.
En Benedikt taldi hins vegar þvergirðingar Thomsens í
Elliðaárósum ólöglegar og landslögum gagnstæðar. Var
Tliomsen fyrir' undirrétti 3. okt. 1870 skyldaður til að
um í yfirréttinum verið leyft að húa utau Keykjavíkur, en
eftir tiflögum stiftamtmans var þessi úrskurður úr gildi feld-
ur með kgsúrskurði 25. júní 1869, og var það í því skyni
gert að kúga Benedikt. til að flytja frá Elliðavatni til Keykja-
víkur, enda skipaði stiftamtið honum það vorið 1870, en hann
sinti því ekki, enda átti hann örðugt með það þa þegar. En
þetta var citt af því, sem fundið var honum til áfellis m. fl.,
sem lesa má í skyrslu Benedikts sjálfs um þetta mál til al-
þingis 1871 (sbr. Alþt. 1871 11, bls. 492—502). Nefnd sú,
sem skipuð var þá á þinginu til að íhuga eftirlaunaákvæði
stjórnarinnar honum til handa, fór fram á að þingið legði
til, að mál þetta væri rannsakað fyrir dómstólunum, enda
segir nefndin, að B. sjálfur hafi óskað þess (Nefndarálitið
með fylgiskjölum prentað í Alþt. 1871 II, 488—507). Þessi
tillaga var samþykt á þinginu. Hafði Benedikt fengið mörg
vottorð, er gengu honum mjög í vil. Var alt. til þess und-
irbúið, að málssókn yrði hafin, en þá heimti stiftamtmaður
(Hilmar Finseu), Benedikt til viðtals einslega,og með því að Bene-
dikt var manna sáttfúsastur, samdist svo með þeim, að hann
lót málshöfðunina niður falla. Urðu í'ylgismenn Benedikts
mjög gramir yfir þessu, því að þeir töldu honum sigurinn
vísan í máli þessu. En nú varð við svo búið að standa. Og
þannig fóll þetta niður.