Andvari - 01.01.1900, Síða 21
taka þvergirðingarnar burtu, en landsyfirréttardómur 18.
sept. 1871 féll svo, að þeir voru báðir dæmdir sýknir hvor
af annars kröfum. Undi Benedikt illa þeim málalokum, og
reit þá grein allharða um dóm þennan, og sveigði þar
mjög að háyfirdómaranum (Þórði Jónassyni) og 2. með-
dómanda (Magnúsi Stephensen), en hafði Jón Pétursson
undanþeginn1). Yar grein þessi sérprentuð snemma árs
1872, og nefndist »Fullnaðardómur hins íslenzka lands-
yfirréttar í málinu B. Sv. gegn H. Th. A. Thomsen, o.
s. frv.« Vakti grein þessi afarmikla eftirtekt og gremju
á hærri stöðum, svo að stiftamtmaður (Hilmar Fmsen)
skipaði að höfða opinbert sakamál(l) gegn Benedikt fyrir
1) Þeir Jón og Benedikt voru aldavinir og jafnan mjög
líkrar skoðunar í stjórnmálum, því aS Jóu var allra manna
frjálslyudastur í skoSunum, þótt liann fœri jafnan gætilega.
Minni vinátta var milli þeirra Þ. Jónassonar háyfirdómaraog
Benedikts. EignaSi B. honum mestan þátt í andróSrinum
gegn sór, auk stiftamtmanns og Clausens syslumanns í Gull-
bringusýslu, og ekki aS ástæSulausu. Er alllíklegt, aS sú
gremja hafi átt nokkurn þátt í liarðyrSum hans um háyfir-
dómarann í þessari grein, sem hór er um að ræða.
Um þessar mundir var þaS, aS Benedikt hugkvæmdigt
að setja á stofn ofurlitla prentsmiðju heima hjá sór á Elliða-
vatni, til sinna eigin nota, svo aS hann þyrfti ekki aS sækja
prentun í landsprentsmiSjuna á því, er h’ann vildi láta koma
fyrir almenningssjónir. Komst það svo langt, aS prentstíli
var fenginn og prentari (Ingimundur Ingimundsson) ráðinn
aS Eliiðavatni vorið 1872. Var byrjað að prenta þar »Smá-
vegis« eftir Jón Olafsson, er þar var þá til heimilis. En
með því að prentsmiðjuleyfi var þá ekki fengiS, var Jón.
sektaður og ritið gert upptækt (en Benedikt var þá utan-
lands í málum sínum). Varð svo ekki meira úr prentverki
þessu, því að leyfið fékst ekki. Munu yfirvöldin ekki hafa
litið prentsmiðjustofnun þessa hýru auga.