Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 22
ærumeiðingar við landsyfirréttinn, eftir 12. kap. hegning-
ingarlaganna. En það mál vann Benedikt algerlega í
hæstarétti 27. jan. 1873, því að hann var dæmdur sýkn
af kæru valdstjórnarinnar að þessu leyti. En stiftamt-
maður, er þá var landshöfðingi orðinn, var ekki af baki
dottinn, og skoraði á yfirdómendurna að bera af sér með
lögsókn sakargiftirnar í ritlingi Benedikts. Þeir há-
yfirdómarinn og Magnús Stephehsen höfðuðu þá mál
livor í sínu lagi gegn Benedikt, en landsyfirrétturinn, er
allur var þá skipaður settum dómendum, sýknaði hann í
báðum málunum (17. nóv. 1873). Þó féilu málin á Bene-
dikt í bæstarétti 27. okt. 1876, svo að hann varðaðgjalda
sekt (200 kr. i hvoru). Hinn 16. febr. árið áður (1875)
féll og dómur í hæstarétti í Elliðaármálinu, er Benedikt
hafði stefnt þangað og farið sjálfur utan til að sækja það.
Var landsyfirréttardómurinn þar að mestu leyti staðfestur,
og lauk þar Elliðaármálum hinum fyrri, ef svo mætti kalla.
Hin síðari koma þessu máli ekki við'). —•• Nokkru síðar
átti Benedikt enn að nýju í máli við yfirréttinn, út af
grein, er birtist í »Norðlingi« um kláðamálið (sbr. Norðl.
7. og 20. apríl 1876), þar sem því var haldið fram, að Jón
ritari liefði réttilega verið skipaður lögreglustjóri með
dómsvaldi í kláðamálinu, en að dómúr yfirréttarins (sýknu-
dómur um H. Kr. Friðriksson) væri rangur. Var þá enn
á ný yfirréttardómendunum skipað að liöfða mál gegn Bene-
dikt, en hann var dæmdur sýkn með yfirréttardómi 17.
júní 1878, með því að málsbætur voru fyrir hendi. Og
var því máli ekki lengra haldið.
Fjórum árum eftir, að Benedikt var sviftur embætti
1) Þau spunnust af því, er veiðivélar Thomsens
í Elliðaánum voru brotnar 1877 og 1878. Stóðu þau all-
lengi yfir og voru hin flóknustu. En ekki var Benedikt
við þau riðinn, því að hann var þá norður kominn.