Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 23
17
var hann settur sýslumaður í Þingeyjarsýslu (8. ágúst 1874)'.
Mun stjórnin með því hafa þótzt bæta honum upp úti-
lokun hans frá yfirréttinum, enda var honum veitt sýslan /$.
1876, og henni þjónaði hann til vorsins 1897, að hann
fékk lausn frá embætti^með eftirlaunum og flutti hann
þá hingað til Reykjavíkur. Meðan hann var sýslumaÖur
nyrðra, bjó hann lengstum á Héðinshöfða, er hann hafði
keypt, og gerði þar mikið að húsa- og jarðabótum, reisti
stórt og vandað íbúðarliús úr steini m. fi. Þá er hann
kom hingað suður aftur keypti hann 'nokkurn hluta úr
Skildinganesi og hafði þar viðdvöl endrum og sinnum.
Sumarið 1898 flutti hann að jörð sinni Vatnsenda, og
tók að húSa þar. Var það ætlun hans að eyða þar síð-
ustu stundum æfi sinnar. En þá kom dauðinn og lireif
hann burtu eftir rúma vikulegu í lungnabólgu. Hann and-
aðist, eins og kunnugt er, i Reykjavík, 2. ágúst f. á.
(1899), meðan þing stóð yfir, á 25 ára afmælisdegi þeirr-
ar stjórnarbótar, er hann hafði varið mestum hluta lífs
síns til að hrinda áleiðis og endurbæta. Var jarðarför
hans ger hin virðulegasta 11. ágúst.
II. Afskifti af pjóðmálum.
Nú hefur í fám dráttum lýst verið æfiferii Bene-
dikts Sveinssonar, án þess minst hafi verið afskifta hans
1) Það nr almælt, að það hafi eingöngu verið að þakka
Klein íslandsráðgjafa, er hingað kom með konungi á þjóðhá-
tíðinni, að Benedikt fókk aftur embætti. Hafði Kloin hinar
mestu nuetur á honum sakir vitsmuna hans og liæfileika og
lót beinlínis í ljósi, að honum liefði verið óróttur ger af
stjórninni fyrrum.
i'
2