Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 25
i9
an, enda fylgdust þeir oftast að mdlum á þingi, þótt
stundum bæri nokkuð á milli í einstökum atriðum. Var
og Benedikt hinn mesti hlifiskjöldur og styrktarmaður
Jóns í stjórnarbótarmálinu, og þótt báðir væru ráðríkir
og geðríkir, kunni Benedikt þó að gæta hófs og sveigja
til heldur en vekja sundrungu í því máli, er þeim báðum
var svo mikið áhugamál. Það er enginn efi á því, að
hefði Benedikt verið svo skapi farinn að meta rriéira eigin
stundarhefð og flokksforustu, en heill málefnisins sjálfs,
þá hefði hann getað unnið stjórnarbótarmáli voru órnet-
anlegt tjón, með þvi að skiljast úr flokki Jóns Sigurðs-
sonar, þá er mestu skifti, að allir væru samtaka. En
Benedikt var svo skarpskygn, að sjá það, að óveruleg
ágreiningsatriði og sundrung gat orðið öllu málinu til
falls. Og þess vegna studdi hann Jón jafnan drengilega
og öfundarlaust.
Rúmsins vegna er ekki unt að skýra hér rækilega
írá hluttöku Benedikts í þjóðmálum. En þó má ekki
með öllu hjá því sneiða að minnast ofurlítið hinna stærstu
og merkustu, er hann hafði mest afskifti af. Og er
er þá fyrst og fremst að telja það mál, er honum
var mest áhugamál og rnætast allra, er hann barðist fyrir
og það var:
Stjórnafbótarmálið. Eins og fyr er rninst á, var hann
þegar á fyrsta þingi, er hann sat á, árið 1861, valinn í
nefnd þá, er fjalla átti um þetta mál, og sendi hún bæn-
arskrá til konungs um að kveðja til þjóðfundar og leggja
fyrir hann stjórnarskrárfrumvarp. I áliti nefndar þessarar
kom frarn í fyrsta skifti þýðingarmikið atriði, en það var
tillaga um stofnun landssjóðs, og var sú tillaga studd með
Því, að ríkissjóður væri ófús á að veita fé til ýmislegs, er
landinu mætti að gagni koma, og þess vegna þyrfti land-
ið sjálft að hafa eitthvert fé til umráða, (Alþt. 1861 bls.
2*