Andvari - 01.01.1900, Side 26
20
1442,1446—1447)- Auk Benedikts voru þeir bræður
Pétur (þá lektor) og Jón yfirdómari Péturssynir beztu
stuðningsmenn þessarar tillögu. Kom það fram í um-
ræðunum, að mönnum þótti niðurlæging fyrir þingið aö
biðja um hvern skilding, sem það þyrfti, úr rikissjóði.
En konungsfulltrúi o. fl. töldu tillöguna ofsnemma borna
upp, nfl. áður en stjórnarbót væri fengin, en Benedikt
svaraði þvi skörulega, og sýndi fram á, að svo væri ekki.
Sarnt fór svo, að tillagan var feld með eitrs atkvæðismun.
En um haustið (í sept.) 1861 var sett 5 manna nefnd í
Kaupmannahöfn til að athuga fjárhagssambandið millum
Islands og Danmerkur, og úr þvi varð það mál (fjárhags-
málið) annar aðalþátturinn i stjórnarbótarbaráttu vorri til
1874. Fyrir þingið 1863 var ekkert frumvarp lagt og
ekki til neins þjóðfundar boðað, en sett var enn nefnd á
þingi til að biðja um stjórnarbót og var Benedikt í henni
og eins 1863, þá er stjórnin lagði fyrst frumvarp fyrir
þingið. En það þótti að öllu leyti óaðgengilegt. Svo
lagði stjórnin annað frumvarp rniklu betra fyrir þingið
1867, og var þá Benedikt formaður og framsögumaður
nefndar þeirrar, er þá var skipuð. En þá lá við sjálft, að
málið færi alt út um þúfur, sakir þess, að ágreiningur
kom upp í nefndinni. Vildi Benedikt ekki í það sinn
láta leggja áherzluna á árgjaldið úr ríkissjóði, heldur á
stjórnarbótina sjálfa, og var það eflaust rétt séð, en Jón
Sigurðsson, (sem þá var forseti þingsins) fylgdi hinu fast
fram, og vildi láta hækka árgjaldskröfuna, enda þótt kon-
ungsfulltrúi (Flilmar Finsen), sem þá var stjórnarbótarmál-
inu mjög hlyntur lýsti yfir því, að þessar kröfur yrðu til
þess að fella málið (Alþt. 1867 II, bls. 947). Og þaö
reyndist svo, að þetta tafði mjög fyrir skjótum og góð-
um úrslitum þess, því að stjórnin lagði frumvarp alþing-
is fyrir ríkisdaginn árgjaldsins vegna, og þá fór hann að
ræða einnig um sjálfa stjórnarbótina; þess vegna varð