Andvari - 01.01.1900, Side 27
21
frumv., er lagt var fyrir þingið 1869 miklu verra en hitt,
nf því að ríkisdagurinn hafði fjallað um málið í stað
stjórnarinnar sjálfrar áður, en það voru ill skifti.
Benedikt var ekki í stjórnarskrármálsnefndinni 1869,
hvemig sem á því hefur staðið, en 1871 og 1873 var
liann í nefndinni og lét þá allmjög til sín taka. I vara-
uppástungu við frumvarp alþingis 1871 kemur fyrst fram
nýtt atriði: jarlshugmyndin, því að alþingi óskaði, að kon-
ungur skipaði 'mann héi: á landi, er hefði hina æztu stjórn
á lrendi og ráðgjafa, er hefði lagaábyrgð fyrir alþingi, en
1873 var beinlínis farið frarn á það í sjálfu frumvarpinu,
að skipaður yrði jarl hér á landi, sem tæki sér ráðgjafa,
er hefði ábyrgð á landstjórninni (Alþt. 1873, bls. 266).
Þessu hélt Benedikt kappsamlega fram, enda er það sá
grundvöllur, sá hj-rningarsteinn, er hann síðar bygði á, í
baráttunni fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar. I vara-
uppástungu við frumvarp alþingis 1873 var sá fyrirvari
liaíður, að endurskoðun á hinum væntanlegu stjórnarlög
um skyldi lögð (af stjórninni) fyrir 4. alþing, eftir að þau
væru samþykt. Samkvæmt því hefði stjórnin átt að
leggja frumvarp til endurskoðunar á stjórnarskránni fyrir
þingið 1881, en það gerði hún ekki. En þá varsámað-
ur á þingi, er gætti réttar þess og þjóðarinnar, þá er
stjórnin hvorki hre}'fði legg né lið til að uppfylla þetta
skilyrði þingsins frá 1873. Benedikt Sveinsson hafði ekki
gíéymt því. Og þess vegna hreyfði hann endurskoðun
stjórnarskrárinnar á þinginu 1881. Þá fyrst neytti þingið
frumkvæðisréttar síns í málinu, eins og sjálfsagt var. En
ekki var þá farið fram á frekari endurbætur, en að lands-
höfðingi einn væri sem ráðgjafi konungs og landsstjóri
hér á landi, og var því ætlazt til að hann ferðaðist stund-
l>tn millum íslands og Kaupmannahafnar. A þinginu
1883 var frumvarpinu nokkuð brej'tt að þessu leyti,
þannig að landshöfðingi hefði alla ábyrgð á stjórn lands-