Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 28
22
ins, en erindsreki væri skipaður i Kaupmannahöfn.
Frumv. þetta var samþykt í neðri deild, en ekki útrætt í
efri deildinni. En 1885 var tekin upp ákvörðunin frá
1873 um jarl eða landstjóra hér á landi með ráðgjöfum.
Og þá var loks hin endurskoðaða stjórnarskrá afgreidd af
þinginu sent lög') og aftur á aukaþinginu 1886. En ekki
var staðfestan í þinginu meiri en svo, að hin nafnkunna
nóvemberauglýsing stjórnarinnar 1885, drap svo kjark úr
mönnum, að 1887 varð málið að eins afgreitt frá neðri.
deild, þó með litilsháttar breytingum, en efri deild svæfði
það. Fór þá þegar að bóla á sundrungu meðal þjóð-
kjörna flokksins, sem braust út fyllilega við hina svo-
nefndu »miðlun« 1889, sem óþarft er að lýsa hér frek-
ar, því að svo margir munu kannast við hana. Benedikt
barðist með odd og egg gegn þessari stefnu, er hann sá,
að mundi verða til þess að drepa málið. Barátta hans
varð og. ekki árangurslaus, því að 1891 voru miðlunar-
menn töluvert linari í sókninni, af því að þeir höfðu þá
séð, að þjóðin var þeirn ekki fylgjandi, en nýjar kosn-
ingar í hönd. Reyndar var ekkert stjórnarskrárfrumvarp
samþykt á því þingi, því að efri deild feldi frv. n. d., en
samþykti í þess stað þingsályktun um að skora á ráð-
gjafa Islands að sjá svo um, að Islands ráðgjah sæti eigi i
ríkisráði Dana, að því leyti sem snerti hin sérstaklegu málefni
landsins, og þessi ályktun var einnig samþ. af neðri deild.
Og Benedikt lýsti síðar ánægju sinni yhr, að hinir kon-
ungkjörnu hefðu unnizt til samkomulags um þetta »megin
ágreiningsatkvæði, er endurskoðun stjórnarskrárinnar snýst
um« (sbr. Andvara 1893 bls. 102). Ur sögu málsins á
síðustu árum nægir að eins að taka fram þau atriði, að
1) Auk Beuedikts áttu mestan þátt í samningu þessa
frumvarps: Jón l’étursson, Einar Asmundsson og Benedikt
Kristjánsson.