Andvari - 01.01.1900, Page 32
2 6
J)ví, liafa mjög stuðlað að heppilegum úrslitum þess að
lokum. Af hinum mörgu uppástungum hans í þessu máli
má geta þess, að á þinginu 1865 hreyfði hann því, að ís-
lenzkir menn væru sendir utan, helzt til Noregs eða
Skotlands til að nema fjárrækt, og var þingið hlynt því,
en úr þeim framkvæmdum varð þó ekkert.
Búseta fastakanpmanna var eitt þeirra mála, er Bene-
dikt bar jafnan mjög fyrir brjósti. Það var fyrst á þing-
inu 1869, að hann bar þetta mál upp ásamt Jóni Péturs-
syni og Páli Vídalin, og var þá samþykt að biðja stjórn-
ina um að leggja friuuvarp fyrir þingið þess efnis, að
engir kaupmenn mættu eftirleiðis stofna fasta verzlun
]iér á landi, nema þeir væru búsettir í landinu sjálfu, en
stjórnin sinti þessu ekki og lá svo málið í dái til 1875, að
Benedikt bar það aftur upp, og mjög oft síðar. En það
hefur oftast verið felt á þinginu. Hér er lítilla verzlun-
arframfara að vænta, meðan þetta gamla selstöðuverzlunar-
fyrirkonmlag helzt og verzlunararðurinn rennur allur út
úr landinu. Það myndast liér seint auðmagn í Landinúá
þann hátt. Þetta sá Benedikt einnig, og þessvegna barð-
ist hann fyrir þessu máli.
Þá má enn nefna eitt framfaramál, er lienedikt lét
sér mjög ant um á síðari árum, en það var stofnun nll-
arverksmiöju hér á landi. Var það af hvötum Benedikts
og samkvæmt ósk hans, (sbr. Alþt. 1899 A 837) er
Jón Jónsson á Reýkjum (síðar í Múla) bar þetta
mál upp í neðri deild 1889, (en B. var þá forseti i
deildinni). Þetta mál var þá felt með öllum atkvæðum
nema flutningsmannS'). 1891 bar Benedikt sjálfur upp
1) Það er nógu einkennilegt, aS 10 árum síðar (1899)
þá cr samkynja mál (um stofnun klæSaverksiniðjn hór á latidi)
var rætt og samþ. í n. d. þá varð hinn gamli flutningsm.
þess (J. J.) einn liinna fáu, er börSust gegn því.