Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 33
27
málið, en það sálaðist í efri deild. Nú á síðasta þingi
(1899) voru samþykt lög um undirbúning klæðaverksmiðju
hér á landi, svo að það það á ef til vill ekki svo langt í
land, að vér förum að vinna ullina okkar hér í landinu,
í stað þess að selja hana óunnu eða senda hana til ann-
arra landa og láta verksmiðjur þar vihna úr henni. Er
þetta eitt .hið þýðingarmesta nauðsynjamál vort, og þá er
það er komið í kring má minnast þess, að Benedikt
Sveinsson var í rauninni fyrsti hvatamaður þess ,og liöf-
uðformælandi, þá er aðrir vildu lítt sinna því.
Það má enn telja ýms mál, er Benedikt var að
meira eða minna leyti við riðinn. Hann var t. d.á þinginu
1875 flutningsmaður að frumvarpi um stofnun lœknaskól-
ans í Reykjavik og var framsögumaður þess máls í neðri
deild. Það var þetta frumvarp Benedikts, er staðfest var
af stjórninni 11. febr. 1876. Löggilding læknaskólans
er því að nokkru leyti honum að þakka. A þinginu
1885 flutti Benedikt fyrst frumvarp um að nema dóms-
vald hæstaréttar sem æzta dóms í islenzkuni tndlutn, úr
lögum, og stóð það í nánu sambandi við stjórnmálastefnu
hans, en hefur ekki enn orðið framgengt, þótt því hafi
oft verið hreyft á þingi. Geta má og þess, að þegar á
þinginu 1861 bar Benedikt upp breytingaratkvæði eða
uppástungu um, að konungur vildi varna því, að útlend-
ar þjóðir fiskuðu nær Islandi, en lög leyfðu, og að stjórn-
in sendi hingað næg herskip í byrjun april ár hvert til
að hamla því, að útlendingar fiskuðu hér innan landhelgi
(sbr. Alþt. 1861 II, bls. 949) og var þetta samþykt þá á
þinginu. En eins og menn vita, varð þess langt að bíða,
að þessari kröfu vorri yrði sint. Er þessa hér getið til
að sýna, að þær hugmyndir, sem Benedikt vakti máls á
áttu sér stundum langan aldur til að rætast, en reynslan
hefur síðar sannað, að hann hafði rétt fyrir sér og sá
lengra fram í tímann en margir aðrir.