Andvari - 01.01.1900, Side 34
28
í nánu sambandi við þjóðhollustu Benedikts og virð-
ingu fyrir sögu vorri og fornum réttindum stóðu mætur
þær, er hann jafnan hafði á hinum fomhelga þingstað við
()xará og trú hans á þýðingu og áhrifum Þingvallafunda.
Því verður og ekki neitað, að ýmsir Þingvallafundir (t.
d. hinn fyrsti þeirra 1848, 1850, 1873 og 1885) hafa
haft mikla þýðingu til að örfa þjóðræknistilfinninguna og
styrkja samheldni manna og áhuga í stærstu velferðar-
málum þjóðarinnar. En til þess að fundir þessir gætu
komið að fullum notum, svo að menn gætu haldizt þar
við og ráðið ráðum sínum, hvemig sem viðraði, sá Bene-
dikt, að nauðsynlegt var að korna þar upp viðunanlegu
fundahúsi, og þess vegna gekst hann fyrir því á Þíng-
vallafundi sumarið 1864, að valin var nefnd mannatilað
hrinda máli þessu áleiðis, og leita samskota til bygging-
arinnar. Var hann valinn formaður þeirrar nefndar, og
gekk ötullega fram í þessu, svo að töluvert fé safnaðistá
skömmum tíma, auk þess sem safnazt hafði áður í liku
skyni yrir forgöngu Jóns Sigurðssonar eftir þjóðfundinn.
Jin samskotasjóður þessi komst í hendur óviðkomandi
manna og eyddist á einhvern hátt, svo að hann hefur al-
drei komið fram. Liðu svo 3 3 ár, að mál þetta lá að
miklu leyti í dái, en vorið 1897 tókst Benedikt að fá
nokkra menn í Reykjavík í félag til að koma þessu til
framkvæmdar, og á þinginu það sumar fékk hann því
komið til leiðar, að veittur var í fjárlögunum styrkur
\ nokkur til byggingarinnar. Hafði Benedikt þá ánægju að
geta opnað funda- og gistihúsið »Valliölh á Þingvöllnm 20.
ágúst 1898 og hélt hann þar vígsluræðuna. Mun það
koma í ljós síðar, að hús þetta hefur ekki reist verið ó-
fyrirsynju, hvorki sem gistihús né fundahús fyrir alþjóð-
legar samkomur, því að undarlegt mætti það vera, ef
Þingvallafundir hyrfu úr sögunni með Benedikt Sveins-
syni. Það er vonandi, að svo verði ekki. — Að lokum