Andvari - 01.01.1900, Page 35
29
skal þess getið, að Benedikt var á síðustu árum mjög
fylgjandi því, að reist yrði veglegt steinhús í Reykjavík fyr-
ir söfn landsins og hinar œðri mentastofnanir, og er alllík-
legt, að þess verði ekki svo mjög langt að bíða, að þetta
áhugamál hans fái framgang. Þeir sem þá lifa hljóta að
minnast Benedikts við þá vígsluathöfn1).
Af þessu stutta og ófullkomna yfirliti yfir afskifti
Benedikts Sveinssonar af ýmsum landsmálum mun sjást,
að hann var ekki svo einhæfur eða einskorðaður við viss,
örfá mál, eins og sumir hafa haldið fram. Að vísu tók hann
oftast fremur litinn þátt i hinum smærri, ómerkari mál-
um, enda gat hafin ekki við öllu snúizt, og málum þeim,
er hann einkum barðist fyrir var svo háttað, að þau
heimtuðu manninn allan og óskiftan. En það er mikill
misskilningur, að Benedikt hafi ávalt verið »uppi í skýj-
unum«, eins og sunfir mótstöðumenn hans hafa borið
honum á brýn. Hann var að visu hugsjónamaður, en
ekki ofsjónamaður. Af því að hinn pólitiski sjóndeildar-
hringur hans var stærri en flestra annara samþingismanna
hans, áttu sumir erfitt með að haldast í hendur við hann;
1) Sakir þess, aö uafn Benedikts hefur verið notað all-
óviðurkvæmilega í blaðadeilum til stuðnings hinu svonefnda
»stóra banka«-máli, er kom fyrir á síðasta þingi virðist rótt
að geta þess hói, að afskifti Benedikts af því máli voru þau
ein, að hann flutti málið inn á þing að annara tilhlutun, og
lagði til, að það væri ílmgað í nefnd, en talaði að öðru leyti
ekkert fyrir málinu í inngangsræðu sinni. Skömmu síðar
lagðist liann banaleguna, áður en farið var að taka málið til
rækilegrar íhugunar í nefndinni. Samkvæmt allri stefnu
Benedikts og með tilliti til þeirra breytinga, er málið tók á
þingi er óhætt að fullyrða, að hann hefði ekki orðið því
fylgjandi til lengdar, þótt honum hefði orðið lengra lífs
auðið.