Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 36
þeir stóðu á annari og lægri sjónarhæð en hann, og sáu
því ekki jafnlangt, jafnvítt yfir. Og það er enginn efi á,
að Benedikt var engu síður framsýnn en víðsýnn í ís-
lenzkri pólitik. Nýja öldin, sem nú fer í hönd, mun að
sumu leyti komast að raun um það, og síðari aldir ef til
vill enn betur.
III. Mannljsing.
Benedikt Sveinsson var tæplega meðalmaður á hæð
og grannvaxinn, snar og skjótur í öllum hreyfingum og
fjörmaður hinn mesti. Hljóp hann oft við fót og leit
hvorki til hægri né vinstri, því að hugurinn bar hann
hálfa leið. Mátti skjótt sjá, að þar var mikill áhugamað-
ur, sem • hann var á ferli. Hann var fremur heilsutæpur
og var t. d. um miðbik æfinnar þungt haldinn af lifrar-
eða sullaveiki, en batnaði það aftur, en alla stund var
hann fremur hjartveikur, og var því mesta furða, hve
lengi hann entist, jafnmiklum geðshræringum sem hann
átti að mæta og ekki varlegar en hann fór með sig
stundum um eitt skeið æfinnar. Það hefur og þótt fullerf-
itt fyrir ungan mann og hraustan að þjóna jafn erfiðri
sýslu og Þingeyjarsýslu, en henni þjónaði Benedikt þó
með stökum dugnaði frá fimtugu til sjötugs. En hann
var líka meiri þrekmaður og kjarkmaður en alment ger-
ist. Það mátti segja um hann, eins og sagt var um annan
mann, að sálin í honum væri ódrepandi. Það var hiðó-
venjulega mikla sálarþrek og viljakraftur Benedikts, sem
liélt honum uppi, og gerði hann að þeim manni, sem
hann varð. Yfirbragð hans var hreint og einarðlegt, and-
litið skarplegt og gáfulegt og alleinkennilegt. Var hann
ekki ósvipaður í sjón Beaconsfield lávarði, hinum nafn-
kunna enska stjórnmálaskörungi. Er það liaft eftir Eng-