Andvari - 01.01.1900, Side 38
32
an að vera samfara skörpum gáfum og hvössum skiln-
ingi, eins og sumir vilja halda fram. Enginn frýði
Benedikt vits eða skarpleika, og var hann þó trúmaður,
ekki að eins pólitiskur trúmaður, heldur og trúmaður frá
kristilegu sjónarmiði. Er ekki ósennilegt, að snjókólgu-
dagar lífs hans og aðrar þungar reynslustundir hafi eflt
og styrkt trú hans, því að lífið tók á honum svo hörð-
um höndum, að margan hefði það að fullu heygt.
»Hverfult lán og margt og margt
mæddi í lífsins iöu«.
En hann lét samt ekki bugast. Til dæmis um þrek hans
og viljakraft má meðal annars taka, að mörg síðustu ár
æfi sinnar neytti hann alls ekki áfengra drykkja. Elefur
þó flestum orðið sú þrautin þyngst að sigra sjálfa sig,
sigrast á sterkum ástríðum. Það þarf engan smáræðis
viljaþrótt til þess. Og Benedikt var maður með sterkum
ástríðum, allskapstór og fljótlyndur. Kom það einkum í
Ijós, er hann ræddi um einhver áhugamál sín og annað,
er honum þótti miklu skifta. Tjáði þá oftast litt móti
honum að mæla, og lét hann trauðla hlut sinn, við hvern
sem var að skifta.
Til þess að geta notið sín til fulls sem flokksfor-
ingi, var hann of bráðlyndur og geðríkur, skorti nægan
samvinnuþýðleik, næga lipurð til að laga sig í bili eftir
kröfum flokksmanna sinna, en það stafaði af þvíþað hann
var sjálfur svo hreinn og beinn, hataði alla hálfvelgju og
málamiðlanir í því; er hann sjálfur var sannfærður um,
að væri rétt. En af þessu leiddi aftur, að honum varð
minna ágengt en ella mundi í því að halda saman mis-
litum flokki til lengdar. Hann tók það sárt, er hann sá,
að menn þeir, er hann áður hafði hugað eindregna fylg-
ismenn sína og þjóðfrelsisvini, skárust úr leik og gengu
í mótstöðuflokk hans. Sundrungin í þvi máli, er hann