Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 39
33
helgaði alla sína krafta á æfikveldi sínu olli honum þungr-
ar áhyggju og hrygðar, og það því fremur, er hann áður
hafði treyst svo vel sumum þeirra, er nú urðu forsprakk-
ar þess að rífa það niður, er þeir áður höfðu reist og
stutt undir forustu hans.
Vinum sínum Var Benedikt jafnan allra manna
tryggvastúr og raunbeztur, og vildi alt í sölurnar fyrir
þá leggja. Þótt skelin gæti stundum verið nokkuð hörð
og óþýð var kjarninn góður. Það var gull í manninum,
miklu meira en margur hugði, er kyntist honum lítt og
að eins lauslega. En stöðu lians var svo háttað í lífinu,
af því að hann stóð oftast í fylkingarbrjósti, að mörgum
hnútum var að honum varpað og ekki ávalt sem vægi-
legast eða göfugmannlegast. En það var eina bótin, að
hann varð ekki linhlaupa. Var það ekki á óvalinna
manna færi að etja kappi við hann á orðaþingi, er hann
stóð i fullu fjöri. Það reið enginn feitum hesti frá þeirri
burtreið, því að Benedikt var manna snjallastur í máli og
bezt talaður á þingi þeirra manna, er honum voru þar
samtíða. Leiddust menn jafnan mjög til að hlusta á ræð-
ur hans, en mönnum leiddust þær ekki. A síðustu ár-
um hans mátti sja, að ellin var tekin að gera vart við
sig, eins og eðlilegt var hjá sjötugum manni. En áhug-
inn og fylgið var hið sama. llödd hans var sterk og á-
hrifamikil, og áherzlan lögð ósleitulega á þær setningar,
er ræðumaður vildi undirstryka. Og hann gat talað afar-
lengi með jafnmiklum krafti, án þess að þreytast, að því
er heyra mátti. En hann talaði sjaldan nema i einhverj-
um stórmálum, einhverjum miklum áhugamálum, en þá
tókst honum oftast upp. Ræður hans voru efnisríkar og
djúphugsaðar, en þóttu stundum nokkuð þungskildar og
iiáfleygar. Sumar ritgerðir þær, er hann hefur sarnið í
blöðum og tímaritum bera sama einkennið, og þess vegna