Andvari - 01.01.1900, Page 40
lmfa margar þeirra verið minna lesnar en skyldi, og því
haft minni áhrif, en ella mundi, ef honum hefði verið
betur lagið að rita ljósar og alþýðlegar. Hann gat að
vísu gert það endrum og sinnum, en ekki til lilítar.
Hann átti erfitt með að klæða hugsanir sinar í fullkont-
lega alþýðlegt gerfi, eða skýra flókið efni með fáum al-
mennum orðum, svo að allur þorri rnanna hefði not af.
Hann var ofmikill lögfræðingur til þess, of lærður, ef svo
mætti segja. Það var ofmikil lögfræðileg barlest í rit-
gerðum hans, til þess að almenningur gæti haft fult gagn
af þeim. Sem alþýðu-rithöfundur tók Jón Sigurðsson
honurn langt fram. Og Benedikt viðurkendi það fuil-
komlega, sá það að hann gerði oftast ofmiklar ltröfur til
meginþorra lesenda sinna. Og þó eru flestar ritgerðir
hans í sjálfu sér mjög auðskildar, ef menn að eins nenna
að lesa þær með nógu mikilli atliygli.
Þá er litið er yfir lífsstarf Benedikts Sveinssonar,
yfir mál þau, er h'ann bar fyrir brjósti og barðist fyrir,
mun engum geta dulizt, að pjóð vor á par tniklum manni
og mœtum á balt að sjá, manni, sem elskaði ættjörðusína
heitt og vildi gagn hennar og sóma í öllum greinum. Eg
hef áður á öðrum stað (í Þjóðólfi 8. ágúst f. á.) minst á
Benedikt og starfsemi hans í sambandi við aðaláhugamál
hans: stjórnarbótarmálið, lagaskóla- og háskólamáfið, búsetu
fastakaupmanna og stofnun ullarverksmiðju, sem öll eru
stórmerk framtíðarmál. Af því að eg hygg, að Benediltt
sé þar nokkurnveginn rétt lýst yfirleitt í sem fæstum orð-
um, vil eg leyfa mér að taka þau upp hér sem ályktar-
orð:
»Það er enginn vafi á því, að á næstu öld verður
nafn Benedikts nefnt með virðingu og þakklátssemi í
sambandi við þessi mál. Og það mun þá koma í ljós,
að Benedikt hugsaði hærra, hugsaði lengra fram í tímann
en meiri hluti samverkamanna hans á síðasta aldarfjórðungi