Andvari - 01.01.1900, Page 41
35
þessarar aldar. Hann var því að ýmsu leyti á undan sín-
um tíma, en af því leiddi aftur, að ýms áhugamál hans
fengu eigi svo almenna áheyrn, svo alment fylgisemþau
áttu skilið. Hann var einskonar vekjari, frömuður stórra
og nýrra hugmynda, er enn eiga eftir að festa rætur hjá
þjóð vorri sumar hverjar, en þær gera það síðar, og það
sæði , er hann hefur sáð í akur hins íslenzka þjóðlífs
mun bera ávöxt hjá komandi kynslóðum. Hin fölskva-
lausa ættjarðarást hans, óþreytandi elja og órjúfanlega
ttygð við alt, er hann hugði þjóð vorri til heilla ogfram-
fara, ætti að vera öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni«-
Þar má Island minnast manns,
munið hann fljóð og sveinar.
Standa nmnu á haugi hans,
háir bautasteinar.
segir skáldið Hannes Hafsteinn í hinum snotru minning-
arljóðum, er hann orti eftir Benedikt látinn. Þeir bauta-
steinar, er Benedikt sjálfur hefur reist sér, munu ekki mosa
hyljast á komandi tíð, heldur verða hreinni og fegri álit-
um, eftir því sem lengra líður fram í tímann, þvi að þeir
eru úr ósviknu efni, og hafa ævarandi gildi.
3
*