Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 43
37
Eins og þegar er á vikið, er sjórinn við eyjarnar
all-djúpur, og víðast mjög aðdjúpt, einkum þar sem þær
rísa beint upp úr sjó; þannig er t. d. io—12 faðma
dýpi við Yztaklett utanverðan fast uppi við bergið, og
milli eyjanna er víða þrítugt eða meir. Sunnan og
austanvert við norðureyjarnar (Elliða-Bjarnar- og Heimaey)
er dýpið mest, 50-—60 faðm., og það víða all-nærri landi,
en milli lands og eyja, milli eyjanna og Dranga og fyrir
sunnan og vestan þær, er djúpið töluvert minna (varla
vfir 40 faðma)1. — Botninn er víðasl hraunóttur næst
eyjunum, að eins með leirblettum á víð og dreif; en
lengra frá þeim er leir, einkum undir Landeyjasandi og
suðaustur og austur af eyjunum. Föll (straumar) kring-
um eyjarnar geta verið all-hörð. Milli lands og eyja
skiftist reglulega á austur- og vesturfall með útfalli og
aðfalli; en milli eyjanna verða föllin óregluleg vegna
mótstöðunnar, sem þær veita straumunum. Þannig skiftist
á suður og norðurfall með fram norðureyjunum austan-
verðum. — Meðalhiti í ylirborði sjávar er talinn í Vest-
manneyjum 40 C. í janúar og io° í júlí; mun það vera
niestur sjávarhiti hér við land, þó líklega sé hann næsta
líkur vestur með ströndinni, alt að Látrabjargi.
Sjór er stundaður árið um kring, en aðal-vertíðin
er vetrarvertíðin, frá kyndilmessu til loka; vor og sumar
er sjór einnig stundaður mikið, en á haustin eru gæftir
oft mjög stopular vegna illviðra. Gæftir eru að visu
oftar stopular, eins og við er að búast, þar sem opið
haf er á flesta vegu, en það bætir mikið úr, að aðal-lendingin
við verzlunarstaðinn (í Sandinum) er góð, og sé leiðin
þangað inn ófær, sem einkum er í austan og suðaustan-
1) Eg fer hér eftir sjókorti yfir eyjarnar, gefnu út 1898.
Vestmanneyingar segja þó sextugt dýpi milli lands og eyja
(> »Álnum« vestur af Elliðaey).