Andvari - 01.01.1900, Page 44
38
íitt, þá geta menn lent annarstaðar við Heimaeyjuna,
einkum við »Eiðið« milli Heimakletts og eyjarinnar eða
í Bótinni, austan til á eyjunni sunnanverðri, í »Klaufinni«
norðan undir Stórhöfða syðst á eyjunni og við Stafnes,
undir Dalfjalli vestan á eyjunni. Stundum liggja menn
af sér veður undir hinum eyjunum, einkum undir Bjarn-
arey.
Utan vertíðar róa menn vanalega að eins á mið
kringum norðureyjarnar, en á vetrarvertíð róa rnenn
einnig oft »undir Sand« (Landeyjasand), því þar eru oft
góð þorskmið á mjög grunnu, 7-—14 föðmum (á boðabaki
við yzta rifið). Einnig er oft róið austur í Eyjafjallasjó,
1—2 mílur austur frá Heimaey. Annars er róið á mið
kringum eyjarnar, einkum norður og austur fyrir Bjarn-
arey og Heimaey, '/*—1 mílu undan landi (Heimaey), á
40—65 faðma dýpi.
Um vetrarvertíð liggja menn af landi (úr Rangár-
vallasýslu) oft við með skip sín í eyjunum, til þess að
róa þaðan. I sumar bjuggust menn þannig við eitthvaö
um 10 skipshöfnum á næstu vertíð. Auk þess róa og
menn af landi á vegum heimainanna.
Um vetrarvertíð eru brúkuð stór skip, átt- og tirónir
áttæringar, en flest sex- og áttrónir sexæringar með 12
—18 mönnum á. Skipum þessum er viðbrugðið fyrir
hve stór og viðamikil þau eru, en það á þó að eins viö
hin eldri, sem áður voru höfð til hákarlaveiða (sjá síðar).
Skip þau, sem smíðuð hafa verið á síðustu árum, eru
ekki miklu viðameiri en títt er í brimveiðistöðunum á
Suðurlandi. Aðra tima árs eru brúkuð fjögramannaför
eða minni bátar, og eru.þau kölluð »jul« (eins og í Land-
eyjum). Lagið á skipunum er nokkuð mismunandi, en
öll eru þau skábyrt mjög og því breið, og þykja því
betri sjóskip, sem þau eiu skábyrtari, einkum hlaðin. —
Menn sigla mikið og þykja skipin góð til siglinga; segl-