Andvari - 01.01.1900, Page 45
39
búnaðurinn er tvö rdsegl og fokka, og er tekinn eftir
binni frakknesku loggortu-siglingu. Eyjamenn má eflaust
telja rneðal hinna beztu sjómanna hér á landi, og bjóða
þeir oft skipum sínum mikið; enda má og gjöra það.
Öll hin stærri vertíðarskip eru félagseign, þannig,
að nokkrir menn eiga hvert skip. — 1862 var stofnaður
í eyjunum ábyrgðarsjóður fyrir hin stærri skip, og var
hann í sumar orðinn 3800 kr. Voru þá 10 skip í ábyrgð.
Ef skip týnist, borgar sjóðurinn alt að 2/s af virðingar-
verði skipsins. Sjóðurinn borgar einnig skip, sem á
sumrin eru höfð til fuglaferða og landferða, eða annara
flutningsferða, og á síðustu árum hefir hann einnig styrkt
Htið eitt ekkjur manna, er farist hafa í sjóferðum, ef
þeir hafa átt skip trygð í sjóðnum. Þessi sjóður er
Vestmanneyingum til verulegs sóma, og væri óskandi,
að menn vildu viðar koma á fót þvílíkum sjóðum.
Af áttæringum taka menn 4 dauða hluti, af sexær-
ingum 3 og af julum 1—2.
Fyrir 1896 Lmíkuðu menn að eins haldfæri um
vertíð með stórum önglum, og beittu ljósabeitu og hrogn-
nm eða kræktu fiskinn á bera öngla. En 1897 reyndu
menn f^n'st lóðir um vertíð og reyndust þær svo vel, að
á vertíðinni 1899 var að eins brúkuð lóð. Lóðirnar eru
með vanalegri gerð, með alt að 2000 önglum; fyrir ból
(dufl) eru hafðar enskar böjur með stöng og veifu á, eriskir
belgir eða þá kálfs- og selsbelgir. Fyrir stjóra eru höfð
akkeri. Á lengstu lóðunum eru höfð 4 ból. Menn
leggja lóðina á hfaun og missa lítið. Lóðin er vanalega
dregm á valtara i skut, en stundum fram á. Menn leggja
að eins eitt kast og beita í landi. Til beitu á lóðina
hafa menn hrogn (gotu) úr fiskinum, fuglakjöt og sild,
ef hana er að fá, en það er sjaldan. Þó hafa menn
heypt sild frá Austfjörðum og veitt iiana lítið eitt heima
fyrir (sjá síðar). Stundum brúka menn sandmaðk, sem