Andvari - 01.01.1900, Page 46
40
dálítið fæst af í hafnarbotninum. Maðkinum er einkum
beitt á færi fyrir stútung. Skelbeitu er mjög lítið um.
Utan vertíðar brúka menn nokkuð haldfæri; þá er og
brúkuð skötulóð. Alt fram til 1895 var hún með sömu
gerð og annarstaðar víð suðurströndina, 0: stutt, með um
40 stórum önglurn og hneifum og óliðlega gerð. En
svo tóku menn að búa út langar skötulóðir með alt að
300 smáum önglum (nr. 2) og enskurn belgjum eða
kálfsbelgjum fyrir ból. Þessar lóðir voru gerðar eftir
Ióðum hinna ensku lóðagufuskipa, og tilefnið til þess Var
með fram pað, að 1896 strandaði í eyjunum enskt lóða-
skip og keyptu menn lóðirnar af því og bútuðu niður.
Ongultaumarnir eru oft fléttaöir. Lóðir þessar eru beitt-
ar smálúðu, ýsu og lýsu.
Um fiskiveiðar i eyjunum á fyrri tímum (18. öld-
inni og framan af þessari öld) hefi eg ekki getað fengið
margar upplýsingar. Síra Jón Austmann segir i lýsingu
sinni á Eyjunum 1843: »Allur fiskur er dreginn á öngul
við haldfæri og alt af legið við andóf .... Fiskiafli er
hér utan vertíðar mikið minni og stopulli en í öðrum
útverum, t. d. á Suðurlandi. Þorskur gengur að eynni
vanalegast frá miðgóu til þess eftir sumarmák. Siðari
hluta þessarar aldar hefir afli oftast verið litill; þó var
gott fiskiár 1863; 1879 var og ein hin bezta vertíð;
sumarið 1881 var mikill fiskur fyrir og mikill afli á færi.
Svo batnaði loks með lóðinni, þvi 1898 var góö verttð
og ágæt 1899. — Fyrir 1860 munu og oft liafa verið góð
aflabrögð, og sagt, að þá hafi gengið þar um 30 skip á
vetrarvertið; en þegar aflinn tók að réna, minkaði út-
gerðin og tóku menn að leggja niður hin stóru skip og
brúka báta. Stóðu svo mörg af stórskipumim uppi ó-
notuð (úr því líka var hætt við hákarlaveiðarnar) og gengu
úr sér. En siðan aftur lifnaði yfir fiskiveiðunum, hafa
menn á ný tekið upp stórskipin, og stækka hin minni,