Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 47
41
eða smíða stórskip frá stofni. Hve mjög útvegurinn
kefir vaxið á síðustu árum, sést af því, að 1896 gengu:
1 áttær. og 11 sexær. með 166 mönnum, en 1899 2
teinær., 15 áttær. og 1 sexær. með 285 mönnum á. —
I vetur ganga 27 skip, af þeim eru 11 af landi. Aflinn
á vetrarvertíð 1896 var: 30 þús. af þorski, 2 þúsúnd af
þyrsklingi og 3 5 þús. af ýsu, en 1899 163 þús. af þorski
og 45 þús. af ýsu. Fiskur sá, er aflast á lóðina, þykir
smærri en færafiskurinn áður. Töldu menn 90—110 í
skpd. af færafiski, en 130—150 af lóðarfiski. Aður en
lóðin var tekin upp, veiddist þvi nær engin ýsa um
vetrarvertíð.
Um fiskigöngnr gátu menn ekki gefið mér margar
upplýsingar. Þó er það almenn skoðun, að fiskur (þorsk-
ur og ýsa) hafi oftast komið austan með á vetrarvertíð,
og einkum þegar loðnugöngur komu. Mörkuðu menn
það helzt á þvi, að fyrr byrjaði að aflast i Mýrdal og
undir Eyjafjöllum en í Eyjum. Austangöngurnar ganga
oft mjög nærri söndunum og hafa oft gefið þar góðan
afla (sjá hér að framan). Þykir fiskurinn ganga næst
landi (söndunum) í A.-S.-átt, en hverfa frá i N.-átt.
Loðnu hefir Htið orðið vart við síðustu 5 ár með
göngunum (Hkt og annarstaðar við Suðurland) nema í
vetur (1900), en síld og hvalir eru oft með þeim og á
vorin sandsíli og stundum, einkum á undan löngugöng-
u'n, smáfisktegund ein, er Eyjumenn nefna »spærling«
(sjá síðar). — F.kki vita mcnn neitt ljóst um, hvort fiskur
gangi upp úr hafi (S. og SV) eða vestan með, enda er
crfitt að átta sig á þvi, vegna þess, hvernig til hagar
(sjór á allar hliðar). En líklegt er það þó, að hann komi
stundum úr hafi; og í vetur, er leið, var talið líklegast,
að hann kæmi úr hafi en ekki austan um, því fyrst varð
vart við hann djúpt af Bjarnarey, en þeir sem sama dag
rendu undir Sand fengu ekkert.