Andvari - 01.01.1900, Side 48
42
Göngur byrja fyrst að koma snemma í febrúar, en
stundum ekki fyrr en seint i marz; er fiskurinn þá
vanalega ógotinn, en gýtur þar oft meðan hann stendur
við og legst þá oft á eftir. Kemur stundum hver gang-
an eftir aðra alt fraln til aprílmánaðarloka.
Að fiskitorfurnar geti verið æði-stórar má ráða af
þvi, sem maður einn tír Vestmanneyjum, skýr og athug-
ull, hefir sagt mér: Hann var á ferð til Eyjanna frá
Reykjavík með gufuskipi seint i marz 1891? Þegar
komið var austur á móts við Þjórsárós, 5—6 mílur NV
frá Heimaey, fór loðna og stærri fiskur (þorskur og ufsi?)
að vaða uppi alt í kringum skipið eins langt og sást til
beggja hliða, og hélzt þetta alla leið til Eyja. Ekki gat
hann séð, hvort torfitn stefndi i nokkura sérstaka átt. -—
Dagana á undan hafði verið góður afli i Eyjunum, en
daginn eftir gekk vindurinn til austurs, hvass; þegar næst
var róið, varð ekki vart.
Fiskitegundir þær, er veiðast við eyjarnar, eruhinar
sötiiu og annarsstaðar við suðv.landið, og hafði eg tæki-
færi til að sjá flestar af þeim í sumar, því menn reru
ekki svo sjaldan, meðan eg dvaldi þar, og fiskuðu tölu-
veit og margskonar fisk.
Um porskinn hefi eg þegar talað í sambandi við
fiskigöngurnar. En þorskur fæst þar einnig utan vertíð-
ar og svo stútungur og þyrsklingur, bæði djúpt oggrunt
kringum eyjarnar. Fyrir stútung og þyrskling beita menn
einkum maðki. Ekki varð eg neitt var við þorskseyði (d:
þorsk á 1. ári).
Ysn er mikið um, en lítið veiddist af henni á vetr-
arvertíð áður en ióðin var tekin upp, og urðu menn því
lítið varir við hana. En síðan heíir hún aflast mikið
(1898 t. d. 87 þús. og 1899 45 þús.). Eiukum er mikið
af ýsu við Sandana.
Löngn er mjög mikið af umhverfis eyjarnar. Heíir