Andvari - 01.01.1900, Page 49
43
lum þótt þverra töluvert víða við land, og enskum lóða-
skipum um kent. Lönguafli hefir oft verið góður við
eyjarnar, en þó aldrei, sem menn vita til, eins og vorið
1898. Þá gekk í maí rnikið af henni austur að Heirna-
ey, og veiddust 11 þús. á einni viku, og alls á vorvertíð-
inni 20 þús. Margt af þessari löngu var með hálfgotn-
um eða ógotnum hrognum. Menn veiða lönguna mest á
hina vanalegu fiskilóð og beita _ýsu, lýsu og smálúðu.
Onnur löngutegund, er eyjamenn nefna blálöngu (Molva
abyssorum), mjög stóreygð, fæst stundum á lóð á miklu
(100 faðma) dýpi við eyjarnar. Hennar hefir hvergi orð-
ið vart hér við land, það eg veit. Annars fæst hún nærri
eingöngu við Noreg.
Ke.ilu er allmikið urn, eins og viða annarsstaðar við
suðv.landið, þar sem dýpið er yfh' 40 fðm. og úfið hraun
i botni. Af henni veiðist töluvert i eyjunum.
J.úðu var áður mikið um kringum eyjarnar, og afl-
aðist oft mikið af henni bæði á vertíð á færi og utan
vertíðar á skötulóð. Aður var mjög gott lúðumið á leir-
bletti vestan undir Hlliðaey. Bezt lúðumið var þó »Leir-
an« suður af Heimaey. Þangað sóttu bæði eyjamenn og
Landeyingar og stundum Eyfellingar oft mikinn lúðuafla
í júní og júlí. Nú fæst þar frenmr lítið af henni. Sarna
er og að segja um hin góðu lúðumið við Dranga, er
Landeyingar sóttu áður svo margan lúðufarminn á. Þessa
afturför j lúðuveiði kenna menn hinum ensku lóðaskip-
um, því þau hafa verið mjög tíð kringum eyjarnar á
síðari árum. I sumar fengu menn eliki svo fáar lúður;
eg mældi hina stærstu; hún var 3 '/2 alin á lengd og nijög
feit (10" á þykt).
Lax eða silung verður aldrei vart við.
Sk'óíu cr og aljmikið.af. við eyjarnar; það sýnir bezt,
nð á ensku lóðaskipi veiddust eitt sinn i júní 1898 400