Andvari - 01.01.1900, Page 51
45
en ýms óhöpp ollu þvi, að sú útgerð þreifst ekki. Nú
er litið um hákarl við eyjarnar, segja menn.
Hrognkelsaveiði er engin, og líklega ekki rnikið um
þau víð eyjarnar, því þar er lítið um þara. En menn
Itafa heldur ekki reynt mikið til að veiða þau.
Síld gengur eflaust mikið að eyjunum, en litið hefir
verið gjört að því að reyna að veiða hana. Þó hafa menn
reynt lítið eitt með lagnetum. Einnig hafa menn gert
nokkrar tilraunir með reknetum og stendur nokkttð sér-
staklega á því, sem nú skal greina:
Enskur skipstjóri einn, Dudman að nafni, hefir um
nokkur ár stundað lóðaveiðar hér við land, og einkum
kringum eyjarnar. Hann liefir á margan hátt sýnt eyja-
búum sérstaka greiðasemi. Byrjaði það með þvi, að hann
lét þá fá síld til beitu, er hann hafði með sér að heiman
og fekk heilagfiski í staðinn. En svo fór hann að veita
þeim ýmsa hjálp, t. d. að draga skip til lands, ef storm
bar að höndum, og einnig hefir hann tekið sig upp, þar
sem hann í stormi hefir leitað hælis fyrir sltip sitt undir
eyjunum og farið út til að leita skipa, er tvísýnt var um
að gætu náð lendingu. En hann hefir ekki látið sér
nægja með það, heldur færði hann eitt sinn eyjabúum
stóran, vel út búinri bát, ásamt netatrossu til reknetaveiða,
tekið menn með sér út á honum og sýnt þeim aðferð-
ina við reknetaveiðina, og svo eftirlátið þeim bátinn með
öllu saman um ótiltekinn tíma, í þeim tiigangi, að þeir
gerðu frekari tilraunir. Þessar tilraunir hafa ekki lánast
vel, hvort sem það nú heldur er því að kenna, að síld
hefir ekki verið fyrir, eða einhverju ólagi. En ekki þótti
mér eins vel Irirt um bátinn og netin, og búast hefði
mátt við. Báturinn með netunum er þó nær iooo kr.
virði. Þessi útlendi skipstjóri. á mikið lof skilið fyrir
dánumensku sína. Betur að fleiri af stéttarbræðrum hans,
sem koma hingað til fiskiveiða, væru honum líkir. Vest-