Andvari - 01.01.1900, Side 52
46
manneyingar ættu að þakka honum með því, að reyna
sem bezt til með reknetaveiðarnar, og ekki gefast upp að
veiða síld d þennan hátt, og ekki efast eg um að síld
megi fá kringum eyjarnar, ef rétt er að farið. Og eflaust
mætti stundum afla síld í lagnet til verulegra nota.
Um aðrar fiskitegundir er það að segja, að lýsa er
alltíð. Af ungum hennar á i. ári er hér mikið og veiðir
lundinn það mjög til fæðu handa ungum sínum,
meðan þeir eru smáir. Eyjamenn kalla þá því »lunda-
síli«. — Smiufsi (varaseiði) erílónum og i höfninni og
er nefndur »murtur«. — Sandkoli og skarkoli eru nokkuð
í höfninni, en annars mun vist lítið um kola kringum
e}'jarnar, en mikið undir söndunum. Kolategund ein, sem
fæst töluvert í botnvörpur við suðurland (Zeugopterus
megastoma), fæst stundum á lóð, en mest í botnvörpu
undir Landeyjasandi. Steinbítur og karfi eru nokkuð tíðir,
cn hlýri mjög sjaldgæfur. Sandsíli (Annnodytes lancea, í
Eyjum: mjóa síli) er títt hér sem annarsstaðar við Suð-
land, og af hinu eiginlega trönusíli (Ammodytes lanceo-
latus, hér einnig nefnt sandsili eða löngusíli) er töluvert.
Verður helzt vart við það í hafnarbotninum, þegar grafið
er eftir maðki. Rak töluvert af því dauðu eitt sinn, er
hafis rak inn á höfnina. — Um loðnu er áður talað. ■ —
Fisk einn náskyldan ufsa, Gadus potassou (á norsku: Kul-
mule) fekk eg úr stútungsmögum alveg óskemdan. Hann
var allur hálfvaxinn (á öðru ári). Þessi fiskur er ekki
fundinn fyrr hér við land. Nokkurir Vestmanneyingar
kölluðu hann »spærling« eða »spælning« (sjá áður), en
aðrir sögðu að spærlingur væri annar fiskur, er helzt
lcæmi á vorin á undan löngunni. Ekki gat eg fengið að
sjá hann. Hann á einnig að vera tíður á þorra og góu
fyrir Eyjafjallasandi og vera fyrirboði fiskjar (þorsks). —
Náskata fæst oft (hér og nefnd skrápskata). — Háfur er
tiður, og liámeri er orðin mjög sjaldgæf. Aður var hún