Andvari - 01.01.1900, Side 53
47
veidd nokkuð, og liöið til matar liert eða söltuð og roð-
ið haft til skæða, eins og annarsstaðar A SuðurlandL
Beinhdkarl sést stundum og einn var skotinn af norskum
hvalveiðamönnum 1S98. Háfiskstegund eina sjaldgæfa
(Centropliorus squamosus), er hvergi hefir áður fengist nær
en við Portúgalsstrendur, hafa ensk lóðaskip fengið lítið
eitt á 100—120 íaðma dýpi við eyjarnar.
Aðra fiska, er við et'jarnar eru, hirði eg eigi að
tala um.
Um vorið og sumarið 1899 fengu ensk lóðaskip
nokkuð af Jmmar-t&gund þeirri, er nefnist norskiir humar
(Nephrops norvegicus), djúpt við Vestmanneyjar. Einnig
fengu botnvörpuskip hann djúpt við Reykjanes (á Eld-
eyjabanka). Hann hefir að vísu fengist hér áður, en að eins
lítið eitt. Annars er töluvert af honum djúpt við Noregs-
og Englandsstrendur. Hann er mjög góður átu, en lítið
veiddur, því hann geymist ekki lifandi eins og vanalegur
humar. Sjálfsagt mætti sjóða hann niður nýan, en óvíst
að það borgaði sig, að veiða hann sérstaklega.
Meðan eg dvaldi i eyjunum, hafði eg oft tækifæri
til að skoða innan í fisk þann, sem aflaðist, til þess að
sjá, hverju hann nærðist á. I mögum þyrsklings og stút'
itngs fann eg: krossfiska (CribreJla og OpJnopJioJis); krabba-
dýr (Hyas, GaJathea Pandalus (kampalampa), sækongulær
(NympJion) og smáfiska (sandsili, Gadus potassou þann er
áður er nefndur, sprettfisk, marhnúts- og hrognkelsaunga,
Motella mustela og CareopJms). Þessi fiskur var fiskaður
á 20—40 faðma dýpi. I einstaka þorski var nokkuð af
smákola og var mér sagt, að það væri ekki sjaldgæft. í
keilu var mest af margfætlu (Iiyas).
HvaJir hafii um undanfarin ár að jafnaði komið aö
eyjunum í júlí og ágúst, og eins á veturna um vertíðina,
kvort sem nokkur fiskiafli hefir verið eða ekki. Tíðastir
fivalir eru hnúfabakur (Megaptera, í eyjunum nefndur