Andvari - 01.01.1900, Side 54
48
xskeljungur« og »síldreki«) og reyðarhvalur sá er Norð-
menn nefna Finhval (fíælcenoptera musculus, síldrekir).
Norðmenn hafa stundað hvalaveiðar allmikið við eyjarnar
á síðari árum í jíilí og ágúst, og veiða þessar tvær nefndu
hvalategundir. Meðan eg var þar, veiddu jreir um 20
hvali, flest »Finhval«. Veiðibátarnir fara út og koma aft-
ur, er þeir hafa náð hval, og leggja hann við akkeri inni
við land og halda þannig áfram, þangað til þeir hafa
fengið nokkra, sem þeir svo annaðhvort fara sjálfir með
heim, eða eru sóttir af flutningaskipi. Voru Norðmenn
að hugsa um að setja á stofn fasta hvalveiðastöð í evj-
unum, og höfðu þegar fengið mælda út lóð undir hana
á Eiðinu við Heimaklett, en sökum vatnsskorts og ef
til vill af öðrum ástæðum hættu þeir við það. Ekkert
amast Vesttnanrifeyingar við þessum veiðum, né hafa neinn
ímigust á þeim, enda hafa þeir enga ástæðu til þess.
Um seli er litið við eyjarnar, og lítill arður af þeim;
þó eru þeir skotnir þar lítið eitt.
Mest það af fiskiaflanum, sem ekki er brúkað til
daglegs viðurværis, er saltað. I gamla daga höfðu menn
þann sið, að herða fisk í grjótbyrgjum úti um hraun eða
hátt uppi í hömrum, þar sem enginri gat að komist, nema
fuglinn fljúgandi og — eyjabúar. — Saltfishvérzlunin er upp
og niður. Margt af þeim fiski, er eg sá, var falleg vara,
■en víða var fiskur rifinn til lýta frá þunnildum. Sögðu
rnenn mér, að það ætti sér einkum stað á sílfiski, því
hann væri svo þungur og ógætilega með hann farið, þeg-
ar litilmagnar hausuðu hann. Oft sá eg og blóðdálk illa
tekinn og hrygginn tekinn sundur þvert yfir um milli liða,
í stað þess að skáskera hann. — Menn hafa að visu tvö
númer á fiski, en það er ilt, að ekki skuli vera lögskip-
aður »ragari« í eyjunum, þvi flokkunin hefir þá miklu
minna að þýða. Landmenn, sem róa í eyjunum, láta