Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 56
keppa svo í bróðerni við stéttarbræður sína. En að reyna
að hefta dugnað manna, sem reyna að hafa á boðstólum
þá beitu, er fiskurinn vill heizt, er lítilmótlegur amlóða-
skapur, sem getur haft hinar skaðlegustu afleiðingar, jafn-
vel þær, að enginn fái neitt. Þetta getur jafnvel verið
sama áhættan og að banna að brúka sum veiðarfæri. Ætli
það hefði ekki verið hyggilega ráðið, ef Yestmanneyingar
hefðu fundið upp á því 1897, að banna að brúka lóð á
vetrarvertíð r Því geta þeir sjálfir bezt svarið.
Það hafa óneitanlega orðið miklar breytingar til hins
betra á fiskiveiðum í Vestmanneyjum á síðustu árum, og
þær breytingar hafa orðið samfara nýrri aðferð við veiö-
arnar, sem sé þeirri, að menn hafa tekið upp lóðarbrúk-
un á vetrarvertíð, eins og áður er sagt. Það heyrðist
mér á mönnum, að lítill nmndi aflinn hafa orðið i vetur,
er leið, hefðu menn ekki brúkað lóð, eftir því að dæma,
hvernig fiskinum var háttað. Það hefir þvl að öllum lík-
indum verið lóðinni að þakka, að vertíð þessi varð ein
hin bezta, er menn muna í eyjunum. En þetta er ekki
hið fyrsta dæmi þess, hve gott veiðarfæri lóðin er. Eg
veit það að vísu vel, að á hana fæst að jafnaði smærri
fiskur en á haldfæri, en »betri er smár fenginn en stór
enginn«, og það er satt, að stundum má gjöra of mikið
að því, að brúka hana, þegar haldfæri, kaflinur eða net
eiga betur við, t. d. þegar silfiskur er á ferðinni. Gagn-
semi lóðarinnar er nú víst alstaðar viðurkend hér á landi,
nema líklega ekki við Faxaflóa sunnanverðan; því ekki
hefir mönnum þar enn þá þótt eiga við, að afnema lóð-
arbannið þar á vetrarvertíð. lleynsla Vestmanneyinga og
annara ætti nú að opna augu þeirra til fulls, svo þeir
sæju, hversu viturlegt það er, að banna þetta veiðarfæri,
svo framarlega sem þeir ætla sér ekki að leggja árar al-
gjörlega í bát með fiskiveiðar á opnum bátum. En það
er ekki heppileg aðferð, til að rétta aftur við þessarveið-