Andvari - 01.01.1900, Page 57
ar, sem nú eru svo aumlega á sig komnar, að vera að
reyna að halda lifinu i löngu úreltum fiskisamþyktum,
sem beinlínis banna mönnurn viðleitnina. Faxaflói hefir
fengið nóg af heimsóknum botnverpinga, þótt hinu sé
ekki bætt við.
Til hnekkis íiskiveiðum í eyjunum er beituskortur-
inn. Ur því mætti bæta mjög, ef menn hefðu ishús,
sem geyma mætti sild í, ef hún yrði veidd eða fengin
að. Það væri og mjög vert að gjöra tilraunir með að
geyma gotu og annað jiað úr fiski, er beita má, þegar
mikið berst að af þvi; þegar tekið hefir um hríð fyrir
róðra, þá er oft erfitt bæði í eyjunum og annarsstaðár
austanfjalls að hafa beitu til næsta róðurs á eftir. Það
væri mjög þægilegt, ef geyma mætti þesskonar óskemt
milli róðra og væri vist nægilegt að hafa til þess ískjall-
ara og leggja beituna i ísmulning, og geyma hana þannig,
án þess að hún eiginlega frysi. ískjalkirar ættu að minsta
kosti aO vera til í hverri veiðistöðu, til þess að geyma
sild úr íshúsum i um hríð, eða þá aðra beitu, ef það
mætti.
Eftir legu Vestmanneyja að dæma, mætti ætla, að
þær væru mjög vel fallnar til að vera stöð fyrir fiskiþil-
skip, þar sem þær liggja svo nærri ágætum fiskimiðum
til beggja handa, Mýrdalssjónum að austan og Eyrarbakka
°g Selvogssjónum að vestan, auk þess sem góð mið eru
;l næstu grösum við eyjarnar. En sá er gallinn á, að það
vantar góða höfn. Höfnin sjálf erlitil og.einkum grunn,
‘lýpi í henni, að eins i '/* faðm., og það að eins á litlu
svæði, svo naumast geta legið þar meira en 3—4 skip í
einu og verður að setja varp aftur af þeim, og standa þau
mn fjöru. Við það bætist, að innsiglingin er þröng og
úfinn sjór á henni í austan- og suðaustanátt. Leiðin ligg-
ur ;i milli grjóteyrar, er gengur út frá Heimakletti og
4*