Andvari - 01.01.1900, Síða 58
52
tanga eða eyrar, sem gengur út austanvert við verzlunar-
staðinn. Úti fyrir endanum á þessum tanga er klettur
einn, sem líklega hefir einhvern tíma borist þangað með
hafís. Klettur þessi er til rnikils baga, því hánn þrengir
leiðina. Mér var sagt, að hann væri 3—4' áþykt, 6—8'
á lengd og breidd, og um stórstraumsfjöru ekki nema
2—3' dýpi á honum. Það ætti því að vera vinnandi
vegur að ná honum burtu, annaðhvort með því að konta
undir hann keðjurn og lyfta honum á 2 stórum skipum,
eða sprengja hann með dýnamíti. Að laga höfnina að
öðru leyti, (dýpka og hlaða varnargarða iýrir framan hana),
er ekki mögulegt nema með ærnum tilkostnaði. Væri
hér góð höfn, og íshús, þá lægju einnig Vestmanneyjar
vel við til þess að stunda þaðan heilaghskisveiðar og senda
aflann ísvarinn á útlendan rnarkað. En — það liggur nú
næst að ná steininum úr leiðinni inn á höfnina og inn að
lendingunni, hvað sem öðru líður.
Trémaðk hefir oft orðið vart við, bæði í bryggju og
í báturn, sent legið hafa á höfninni, en ekki sá eg nein
merki eftir hann. Þar á níóti sá eg garnla staura úr
bryggju, sem, að því eg bezt get séð, eru etnir eftir við-
atuna (Limnoria). Staurar þessir höfðu legið lengi ofan
sjávar, og allar leyfar af dýrum löngu rotnaðar burt úr
smugunum, en þær voru að öllu líkar Limnoria-smugum.
Hiti og selta í höfninni i Vestmanneyjum i ágúst-
mánuði 1899.
hiti selta vindstaða
11. ág. io,7° C. 32,490/00 austan, hægur, útfall
12. — io,7° — 32,49°/°° útfall
13. — io,3° — 32,3 6°/oo — —
14. — io,7° - 31,18°/°° —- aðfall
15. — io,6° —- 33,82°/°° norðvestan, hægýaðf