Andvari - 01.01.1900, Side 62
þorrið mjög, en hann var áður oft eigi all-lítill, á annað
hundrað lúður á skip (sbr. skýrslu mína um fiskirann-
sóknir á Suðurlandi 1896 í Andv. 1897).
b. Ferð með botnv'órpuskipi.
Síðan botnvörpuskip tóku að venja komur sínar á
Faxaflóa, hefir mig oft fýst að sjá með eigin augum
veiðiaðfefð á þeim og annað, er að veiði þessari lýtur.
Eg fekk loks tækifæri i sumar til að fara út eina ferð
með einu af. skipum félagsins »ísafold« (Vídalínsfélagsins).
Tilgangurinn var, bæði að sjá veiðiaðferðina, fiskategund-
ir þær er fengust, hverjar tegundir af óæðri sjávardýrum
kæmu einkum í vörpuna, og svo kynna mér ýms fleiri
atriði, er snerta þessa veiðiaðferð.
Skipið, sem eg fór með, hét »Brimsnes« og skip-
stjórinn Bagger, józkur maður, sem áður hefir verið um
mörg ár skipstjóri á kaupskipum hér við land, en á síð-
ari árum stundað botnvörpuveiðar og fengið all-mikla
reynslu í þeim efnum.
Vér lögðum út frá Akranesi kl. 41/2 f. m. 27. júlí
og héldum vestur í flóann.
Aður en komið er á miðin, ætla eg að lýsa skip-
inu og skipshöfninni stuttlega. Skipið var alveg nýtt,
að eins fárra mánaða gamalt, með nýasta lagi: mjög hátt
að framan, til að verjast sem bezt sjóum í andviðri. —
Vélin var af fullkomnustu gerð, »triple-expansion«-vél,
eins og í hinum miklu farþegaskipum, sem ganga um
úthöfin. Hún kostaði eittlivað um 40,000 krón., eyddi
mjög litlu af kolum (3 ‘/2 smálest á sólarhring), en gaf
skipinu að eins 9 milna ferð mest. Botnvörpuskip geta
þó mörg farið 12 mílur ávöku, en eyða þá miklu meira
af kolum. Vélin og kolahylkin taka fyllilega helminginn
af rúmi skipsins. Verð þessara nýju botnvörpuskipa er
kringum 100,000 kr.