Andvari - 01.01.1900, Side 63
57
Tala skipverja var 16: skipstjóri, stýrimaður, báts-
tnaður, 3 matrósar, 2 vélstjórar, 2 kyndarar, bryti
(bæði bryti og eldamaður) og auk þessarar vanalegu
botnvörpuskipsbafnar 5 Islendingar, til að annast um
saltfisksverkunina. Skipstjóri og 6 aðrir voru danskir,
1 vélstjóri enskur, kolamokarar norskir, bn'ti þýzkur,
binir íslenzkir.
Þegar komið var bér um bil 16 sjómílur vestur af
Akranesi, var numið staðar, því þar valdi skipstjóri sér
mið. Sást ekki neitt til lands, því þoka var og rigning.
Var fyrst sett út stór »böja« (dufl) með hárri stöng upp
úr og veifu á. Þessi böja er höfð til merkis, þar sem
halda þarf sér á takmörkuðu svæði, annaðbvort þegar
er að óttast hraunbotn, eða ef verið er nærri landhelgis-
mörkum og ekki má fara inn fyrir þau. I kringum
þessa böju er svo varpan dregin í hring og það hvað
eftir annað.
Þegar luiið er að setja böjuna, er næst að setja út
vörpuna. Varpan er nú hleravarpa á öllutn gufuskipum.
l'.g hefi lýst henni áður í Andv. XXI., bls. 130—131,
og ætla að eins að bæta hér við því, að í stað keðju,
er dragist með botninum, er nú hafður járnvír, vafinn
með kaðli, svo gildum, að vafningurinn er 3" í þvermál;
hann grefur sig þvi ekki i botninn, nema þar sem mjög
blautt er. A efra borði vörpu-opsins er heldur ekki haft
kork né kúlur til að halda því uppi; það helxt uppi af
ferðinni gegnum sjóinn. A liverju skipi eru tvær vörp-
nr, og liggja þær, þegar þær eru ekki brúkaðar, á þilfari
með frarn skjólþilinu, en hlerarnir, sem liej'ra til sömu
vörpu hanga i »gálgum« yfir borðstokknum, annar fram-
anvert við frammastur, en hinn fyrir aftan afturmastur.
Þegai ■ nú á að setja út vörpuna, er skipinu snúið
fiatt við vindi, og sú varpan sett út, sem er á kulborða.
kýrst er vörpu-netinu kastað útbj rðis og hlerarnir svo