Andvari - 01.01.1900, Side 64
58
hítnir síga hægt i sjóinn, en skipið rekur hægt undan
vindi á meðan. Þegar varpan er sokkin svo djúpt, að
hvorki hún né strengirnir geti komist i skrúfuna, er
skipið sett á harða ferð og strengirnir látnir renna út,
þangað til búið er að gefa út hæfilega mikið eftir dýpinu.
Varpan verður þá á eftir skipinu. Aður en fullgefið er
út, eru teknir tveir stuttir vírstrengir, »taumar'nir«, er
ganga út um göt á afturenda skipsins. A endurn þess-
ara strengja eru krókar, er krækt er í lása á dragstrengj-
unum (dragstrengirnir eru settir saman úr 25 faðma
löngum pörtum, sem festir eru saman með lásum). —
Þetta er gert til þess að þungi vörpunnar hvíli ekki á
gufuvindunni, meðan varpan dregst eftir botninum, held-
ur á þessum umgetnu strengjum. Þar eð dragstrengirnir
eru settir saman af jafh-löngum pörtum, má auðveldlega
sjá, hvort jafn-mikið sé gefið út af báðum, en það er á-
ríðandi, svo varpan fari vel í sjónum.
Þegar varpan er komin til botns, er hægt á ferð
skipsins og varpan dregin með 2—3 mílna ferð vána-
lega 2—4 tíma í senn, eftir því hve mikill fiskur býðst,
en á um það verður að ætlast, þvi ekki verða menn
þess varir á skipinu, hvort varpan þrngir mikið eða
lítið á.
Þegar draga á inn vörpuna, er ferð skipsins stöðv-
uð og því lagt flötu fyrir vindi með vörpuna á kulborða.
Varpan er dregin inn með gufuvindu, sem stendur á
þilfari, hér um bil miðskipa, fyrir framan reykháfinn. —
Vinda þessi er bæði mjög aflmikil, rammbygð og marg-
brotin og mjög dýr. Einn maður stýrir henni. Hún
er nú sett á stað og dregið inn, þar til að endar »taum-
anna« koma að borði Er þá vindan stöövuð í svip og
»taumarnir« kræktir úr lásunum. Er svo dregið inn
viðstöðulaust og með miklum hraða, þangað til hlerarnir
koma þjótandi upp úr sjónum og staönæmast við gálg-