Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 65
59
ana. Þar eru þeir festir. AÖ því búnu eru losuð tvö
bönd, sem bundin eru við hlerana, en ;l hinum endan-
um föst við neðra borð vörpu-opsins sitt hvoru megin,
hér um bil '/4 af neðra borðinu frá hlerunum. Þessum
böndum er svo brugðið um vinduna, og eru »armar«
vörpunnar dregnir inn á þeim, þangað til »sekkurinn«
er kominn að borði með efra endann, en eftri endi hans
með ílskinum í er enn all-langt niðri í sjónum. Ganga
nú flestir skipvcrjar að sekknum pg draga hann inn með
handafli, þangað til fiskurinn er kominn í yfirborðið. •—•
Þá er brugðið kaðli um sekkinn og hann svo dreginn upp
með »talíu«,,sem gengur niður frá frammastri. Þegar
sekkurinn er kominn inn yfir borðstokkinn, hangir hann
þar um hrið, og til þess að hann sláist ekki til, ef
skipið veltur, er hann skorðaður með skáböndum, sem
gangna niður aftur frá höfuðbendum á frammastri. —
Því næst er leyst frá opinu neðan á sekknum og steypist
þá fiskurinn niður á þilfarið. Svo er varpan gefin niður
og gætt að rifum á henni, eða öðrum skemdum. Séu
skemdir ekki að neinum mun, eru þær bættar strax, og
várpan svo sett út á ný, ef fiskur þykir nógur. En séu
skemdirnar miklar, er hin varpan sett út og svo gert að
hinni síðar. Mcðan verið er að draga inn vörpuna, er
skipstjóri á stjórnbrúnni, þangað til varpan er komin að
borði, og ltefir gætur á öllu.
Því næst gefa menn sig aö aflanum; þar kennir
vanalega margra grasa, eins og síðar mun ýtarlega minst
á. Daiiir tína úr kolann, taka innan úr honum og leggja
bann í ís í lestinni ásamt með smálúðu, en landar hirða
þorskinn og ýsuua, slægja það, fletja og salta. Smá-ýsu,
lýsu o. fl. gaf skipstjóri á þessu skipi hinum íslenzku
hásetum og var það kallað »tros«. Slógi öllu nerna
lifur var kastað útbyrðis, og sörnu leið fór sandkoli, og
þ^ð af »trosi«, sem menn gátu ekki hagnýtt sér, enn