Andvari - 01.01.1900, Page 66
6 o
fremur óæðri sjávardýr (krossfiskar og hrimbútar). —
Að lokum er þilfarið skolað rækilega með sjó, er dæla
ein niðri í skipinu spýtir út um slöngu.
Þegar aðgerðinni er lokið, taka menn á sig náðir,
þangað til varpan er dregin upp næst. Að eins einn
maður stendur við stýri. Skipinu er stýrt með hjóli,
sem á nýjustu skipurn er í tilluktu stýrishúsi með glugg-
um á allar hliðar; er það til mikilla þæginda, þegar ilt
veður er og lcalt. Stýrishúsið stendur uppi á stjómbrúnni
fyrir aftan eða framan reykháfinn.
Meðan eg var á skipinu, var varpan dregin 12
sinnum, og var eg ávalt við, þegar hún kom upp nema
einu sinni, þá svaf eg. Eg skal nú skýra stuttlega frá
livernig aflanum var háttað í hvert skifti.
1. dráttur, 27. júlí, kl. 10 f. m., 16 sjómílur vest-
ur af Akranesi; dýpi 26—30 faðmar, botnlag: svartur
sandur og skeljar. Fiskiafii: litið af þorski, þyrsklingi og
stútungi og stór-ýsu; nokkrar smálúður, nokkuð af væn-
um skarkola (Pkuronectes plalcssa.); mikið af smáum sand-
kola (Pl. limanda); nokkuð af smáum flúrum (Drcpan-
öpsctta platcssoidcs); fáeinar smáskötur. Aðrir fiskar ekki;
óæðri dýr: lítið eitt af stórum krossfiskum (Astcrias
rubcns); mikið af brimbútum (Cucumaria frondosa); litiö
eitt af ýmsurn polýpum og sækorkategund einni stórri;
ahnað ekki.
2. dráttur, kl. 1 '/* e. m. á sama stað og áður; af
fiski og óæðri dýrum, sömu tegundir og áður, en meira
af öllu.
3. dráttur, kl. 5 e. m. á sama stað. Bæði fiskur
og óæðri dýr voru samskonar og áður nema að við
bættist kolategund ein Zeugopterus ntegastoma, sem eg
liefi áður minst á meðal fiska við Vestmanneyjar.
4. dráttur, kl. 8‘/2 e. m. skamt frá því, sem áður
var, nærri hraunbotni. Af fiski fengust flestar hinar