Andvari - 01.01.1900, Page 67
i
61
sörnu tegundir og áðiir og auk þess karfi og töluvert af
steinbít, enu fremur tvær aðrar kolategundir, Pleuronectes
viicrocephalus og Pl. cynoglossus. Af óæðri dýrum komu
sömu tegundir og áður og nokkuð af svömpum.
29. júlí. ,
1. dráttur, kl. 12 um miðnætti á líkum stað. Með-
>in varpan var dregin, svaf eg, en skipstjóri sagði mér,
iö afli hefði verið iíkur og í næsta drætti á undan.
2. dráttur, kl. 3^/2 f. m. á sama stað; afli sams-
konar og áður; varð vart við háf. Botnstrengur vörp-
unnar var slitinn og varpan töluvert rifin.
3. dráttur, kl. um 7 f. m., nærri sama stað. Afli
var samskonar og áður, en fremur tregt. Var því haldið
mn í flóann á djúpmið Akurnesinga.
4. dráttur, kl. 5 e. m., 12 sjómílur vestur af Akra
nesi á 26 faðma dýpi. Afli enn samskonar og fyrr og
•ítið af þorski, en töiuvert af Pleuronectes microcephalns.
5. dráttur, kl. 8 e. m., 12 sjómílur suðvestur af
Akranesi, dýpi 25 faðm. Afli var nú töluvert öðruvísi
en að undanförnu. Mikið ;if skarkola, sandkola, smálúðu,
smá-ýsu, lýsu og stútungi, enginn steinbítur né karfi.
^mádýr flest hin sömu og áður og mikið af polýpum.
6. dráttur, kl. 1 is/i e. m. á sama stað. Afli sams-
konar, en minna af öllu. Smádýr lnn sömu.
30. júlí.
1. dráttur, kl. 3 f. m. á sama stað. Afli sams-
konar og líkur og áður. Smádýr hin sömu.
2. dráttur, kl. 5 f. m. á sama stað með svipuðum
árangri og áður.
Þe gar búið var að koma vörpunni fyrir innanborðs,
eins og lögin fyrirskipa, þegar farið er inn fyrir land-
kelgismörkin, var haldið til lleykjavikur, því »Brimsnes«
•'tti að fara þann dag, kl. 9 f. m., út með alþingismenn.
kg fór því i land, og gat því miður ekki verið lengur