Andvari - 01.01.1900, Page 68
62
úti. Allir skipverjar peir, er eg hafði nokkuð af að segja,
voru mjög viðkunnanlegir menn, og regla öll á skipinu
var fyrirmynd.
Eins og sjá má af því, sem þegar hefir verið skýrt frá
um aflann, var hann mjög blandaður, þótt mest fengist
af þorski, stútungi, ýsu, lýsu, skarkola og sandkola. —
Ekki bar svo rnjög á því, að rneira fengist af þorski á
nóttunni, en þó kvað það vera vanalegt, eflaust af því,
að þorskur er þá nteira við botninn, en ekki vegna
dimmunnar, því um hana er ekki að ræða hér við land
um há-sumarið. Af smá-þyrsklingi fekst ekkert, en aftur
nokkuð af mjög smárri ýsu, mikið af smálýsu og tölu-
vert af rnjög smárri lúðu. Ekki ægði mér þessi smá-
fisksveiði, nerna ef vera skyldi smálúðan, því af henni
fengust rnargar, sem voru að eins 6—12’ á lengd, því
af lúðu er víst hvergi nærri eins mikil mergð í sjónum
og ýsu og lýsu. Af smá-skarkola veiddist og nokkuð,
sem ekki var nýtilegt vegna smæðar. Af lægri dýrum
kom ekki ýkja mikið upp, nema töluvert af krossfiskum
og brimbútum, æði stórvöxnum, en þeim var mokað út
aftur og hafa þeir því komizt heilu hófi heim aftur all-
flestir. Önnur lægri dýr tel eg eklci. Nokkuð koin upp
af tómum kúskeljum, en aldrei lifandi. — Af jurtagróður
kom mjög lítið, að eins einstaka kerlingareyra (Lamin-
aria), en rnjög smávaxið, svo og einstaka þangkló og
dálítið af rauðum þörum. Vér vorurn og ávalt á dýpi,
þar sem verulegur jurtagróður er á förum vegna dýpis.
Að eins i eitt skifti kom nokkurt grugg úr botni
upp með vörpunni, en það var leir, sent hafði sezt á
milli vafninganna á botnstrengnum; og skolaðist úr á
leiðinni upp. Eg varð aldrei var við hið rnikla upprót á
botninum, sent ntenn ltafa talað svo mjög um, enda get-
ur botnstrengurinn ekki grafist niður í botninn, nenta hann
sé mjög blautur, eða ntjög ójafn.