Andvari - 01.01.1900, Page 70
tið gjöra í botninum, hefur engar verulega illar afleið-
ingar fyrir fiskigöngur. (Sbr. skýrslu mína í Andvara
1898, bls. 65—68).
Af þessu, sem eg hefi þegar sagt, mætti ef til vill
ætla, að eg álíti botnvörpuveiðar að öllu leyti óskaðlegar
fýrir fiskiveiðar vorar, en eg ætla að taka fram, að svo
er ekki. Þó álit eg ekki, að mikil hætta sé á því, að
með þeirn verði eytt að mun fiski hér við land, sízt
þorski, ýsu og sild, enda þótt vörpurnar taki mikið af
ungviði á stundum. En sé ekki að staðaldri veitt i land-
lielgi, þar sem mest mun vera um ungviði, er hættan
minni. Eg álít skaðsemi þessára veiða mest fólgna i þvi,
að fiskiveiðar i opnum bátum eru i veði, þar sem þær
eru stundaðar á miðum, er botnvörpuskip venja komur
sínar á, þvi reynslan hefir sýnt, að skipstjórar á þeim
hafa oft gert svo miklar skemdir á veiðarfærum, að inn-
iendir menn hafa ekki getað haldist við, né þorað að
hætta veiðarfærum sinum i sjóinn, þar sem þeir hafa átt
von á ófögnuðinum. Eg vil enn ráða mönnum til að
hafa greinileg dufl, með veifu á, þegar veiðarfæri liggja
nærri leiðum botnvörpuskipa. Bagger skipstjóri sagði dufl
vor alt of ógreinileg. Af þessu leiðir, að menn leggja
annaðhvort árar i bát, eða reyna þá á annan hátt að ná
fiski þeim, er þeir geta ekki náð með veiðarfærum sín-
um, þ. e. a. s. byrja á hinum sorglega kunnu »mökum við
botnverpinga«, sem aldrei verða annað en óyndisúrræði,
og ekki löguð til þess að fullkomna menn i sjálfstæðum
veiðiskap.
Það lítur ekki út fyrir, að aðsókn botnverpinga að
landinu fari þverrandi. Það er þvi mjög áríðandi fyrir
fiskiveiðar vorar, að eftirlitið verði framvegis fullkomnara
en nú er, þar sem að eins er eitt skip. Það veitti naum-
ast af þremur, sem væru hér árið um kring, eða því