Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 71
65
sem næst. Að fá því framgengt, ætti bæði þing ogstjórn
að vinna að af fremsta megni.
Þegar fiskurinn kemur úr vörpunni, er hann mjög
mismunandi að útliti; það sem efst er í vörpunni, en það
er einkum þorskur, og kolinn er oft bráðlifandi, en það
sem neðst er, einkum ýsan og nokkuð af þorski, er
steindautt og meira eða niinna rauðleitt um höfuðið. Það
hefur orðið fyrir mjög miklum þrýstingi, þegar vörpu-
sekkurinn kom upp úr sjónum og eflaust fyrir nokkru
harðhnjaski, meðan hann drógst eftir botninum. Rauði
liturinn á fiskinum kemur líklega af því, að hinar smærri
æðar springa og blóðið þrýstist út undir roðið. —
Fiskur sá, sem kemur lifandi úr vörpunni og er slægður
þegar, getur eflaust orðið eins góð verzlunarvara og fiskur,
er aflaður er með öðrum veiðarfærum. Að minsta kosti
gat eg ekki séð annað, en að fiskur sá, er eg sá full-
verkaðan á Akranesi, væri bezta vara, og alt öðruvísi út-
litandi, en iiskur, er fenginn heíir verið hjá botnverping-
um og fluttur til lands óblóðgaðar og óslægður, (sbr. skýrslu
mína í Andv. 1898).
Aður en eg lýk þessu máli, vil eg stuttlega minn-
ttst á botnvörpuveiða-útgerðina við Faxaflóa á þessu ári.
Þeir sem byrjuðu á þessari útgerð voru • Englendingurinn
Ward og félagið »*ísafold« og tilgangurinn var sá, að
homast að raun um, hvort ekki mundi borga sig, að afla
Þorsk og ýsu til saltiisksverkunar með botnvörpum og
svo kola til útflutnings í ís eða saltaðan, eða með öðr-
um orðurn, hvort ekki mundi mega sameina vanalegar
hotnvörpuveiðar (kolaveiðar) við þorskveiðar.
»Isafold« hafði eiginlega aðalstöð sína (heimilisfang)
1 Reykjavík, en aukastöðvar (fiskverkunarstöðvar) á Akra-
nesi og síðar í Hafnarfirði. Hluthafar voru ýmsir Eng-
lendingar og svo þeir Zöllner og Vídalín konsúll. Félag
5