Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 72
66
þetta byrjaði allmyndarlega, með 6 fiskiskipum stórutiiog
sumum öldungis nýjum. Auk þeirra voru 2 flutningaskip
eða fleiri, sem fluttu á milli kol, salt og saltfisk. Fiski-
skipin sjáif fluttu, til skiftis út hinn ísaða kola. Þau byrj-
uðu flest veiðar síðari hluta maímán. og héldu áfram til
1. nóv. nema tvö; annað þeirra hætti 3. okt., en hitt
strandaði 3. okt. i Grindavík, á leið frá Englandi. Það
sem eftir var ársins fiskuðu hin i Norðursjónum. Tvö
skipin töfðust i 9 vikur hvort frá veiðum við að reyna
að fá á flot enskt botnvörpuskip, er strandað hafði á Með-
allandsfjörum, og félagið hafði keypt. Tvö töfðust til
samans 3 vikur við að reyna að fá út botnvörpuskip
enskt, er strandaði við Seltjarnarnes. Þar við bættust
aðrar óhjákvæmilegar tafir við fermingu og affermingu,
sem varð miklu erviðari vegna þess að skipin þurftu oft-
ast að koma við á tveimur stöðvum eða öllum, þega'r
þau kornu inn. Skipstjórar voru heldur ekki í byrjun
kunnugir miðum, flestir eða allir, og öfluðu þvíminnaen
kunnugir hefðu ef til vill getað. Aðal-framkvæmdastjórinn
(Norðmaður frá Englandi) var einnig ókunnugur þvi,
hvernig hér til liagar um margt. Afleiðingin af öllu þessu
var þvi sú, að félag þetta beið stórtjón á fyrirtæki þessu,
sem margur vænti sér svo mikils af í fyrstu. Eg veit
ekki með vissu, hve mikill hallinn hefur verið, en eg
þykist vita, að hann hafi komist yfir 200,000 kr. eða
eitthvað }Tr 3o°/o af fénu, sem lagt var i fyrirtæk-
ið. Félag þetta er því hér um bil hætt, þegar þetta er
ritað.
Ward hafði að eins eitt skip með stöð í Hafnar-
firði. A því var íslerizkur skipstjóri og aflaði það vístað
meðaltali öllu betur en ísafoldarskipin, og var að öllu
leyti Iialdið vel til veiða. Þó er sagt, að hann hafi beðið
allmikinn halla á útgerðinni og er nú hættur við hana.