Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 73
67
Bótnvörpuveiðaútgerð hins danska verzlunar- og
fiskifélags á Vestfjörðum fór víst á líka leið.
Svona fór þá með þessar tilraunir. Afdrif þeirra
verða að líkindum til þess, að bið mun verða á því, að-
menn reyni aftur. Eg endurtek hér það, sem eg sagði í
skýrslu minni í fyrra, að vér megum hrósa happi yfir
þvi, að það voru útlendingar, sem gerðu þessar tilraunir,
því reynslu þá, sem þeim varð svo dýrkeypt, getum vér
fært oss ókeypis í nyt, ef vér einhvern tíma viljum byrja
á slíkum veiðum.
En er þá fengin full vissa fyrir því, að það geti
ekki borgað sig að gera út skip til botnvörpuveiða hér?
Reynslan hefur ekki svarað þeirri spurningu til hlítar enn
þá. Að gera út á þann hátt, að leggja stund á kolaveiði
og láta skipin fara nteð fiskinn á markað, jafnskjótt sem
farmur væri fenginn, eins og Englendingar gjöra hér, ætti ■
að borga sig nins vel fyrir oss og þá, að öllu öðru jöfnu.
En hitt, að sameina þorsk- og kolaveiðar lítur, eftir þess-
um tilraunum að dærna, út f}rrir, að geti ekki borgað sig,
nema afli sé því meiri og í háu verði og öll afgreiðsia
sé hin liðugasta. Tilraunir þessar byrjuðu að því leyti
undir hagstæðum kringumstæðum, að verð á saltfiski var
óvanalega liátt, en það dugði eklci.
Aðalógæfa »ísafoldar« félagsins voru útúrdúrarnir
með hin strönduðu skip, og svo hitt, að stöðvarnar voru
margar í stað einnar. Eg álít öldungis sjálfsagt, að hafa
eina stöð, þar sem skipin geti tekið allar sínar nauðsynj-
ar (kol, ís, salt, vistir o. s. frv.) á einum stað, í stað þess
að flækjast milli rnargra stöðva og taka sitt á hverjum
stað. Á þessari stöð þarf að vera góð höfn og hæg upp-
skipun, helzt, að skipin geti lagst að bryggju. Fyrir hina
dýru gufuskipaútgerð er tíminn sannarlega dýrmætur. —
í raun og veru álít eg að útgerð þessa félags sýni ekki
S*