Andvari - 01.01.1900, Síða 75
69
þau til að borga sig. Botnvörpugufuskip kostar 5000—
7000 pd. sterl.
»Með ýtarlegri rannsókn hefi eg komist eftir því,
að meðalafli á botnvörpu-gufuskipi er um 3500 pd. st.
(63,000 kr.) virði um árið. Af þeim fara um 800 pd. í
kaup skipverja og 180 pd. til fæðis handa þeim. Kolin
eru stór útgjaldaliður, einkum með því háa verði, sem nú
er á þeim. Skipið fer 30—35 ferðir til fiska á ári og
eyðir að jafnaði 45—50 smálestum af kolum í hverri ferð,
eða rúmlega 1500 smálestum á ári, sem með því verði
sem nú er, mun verða um 1200 pd. Áíríega fara um
350 pd. fyrir kaðla, stálvír og net og um 250 pd. fyrir
ís. Þetta verður alt nærri 2800 pd. Þegar þar við bæt-
ist vátryggingargjald, viðgerðir, slit og útgjöld í höfnum,
verður ekki mikið eftir af þeim 3500 pd. sem aflinn er
virtur á«.
Á síðustu árum sérstaklega ér alt, sem þarf til út-
gerðar botnvörpugufuskipa vaxið geipilega; en jafnframt
er verð á fiski vaxið að miklum mun. Megi reiða sig á
aflaskýrslurnar, þá er að visu flutt meira og meira af hin-
um ýmsu fiskategUndum á enska markaði á ári hverju,
en hið aukna andvirði af auknum afla skiftist á milli æ
fleiri skipa, svo ekki er auðið að sjá fram á neina veru-
lega glæsilega framtið fyrir botnvörpu-gufuskipin«.
»í byrjun ársins vakti það mikla gremju meðal
enskra fiskimanna, að svo margir enskir botnverpingar
voru handsamaðir af dönskum gæzluskipum við Dan-
'nörku og við Færeyjar’)«.
»Út af því fekk eg mörg óþægindi að heyra, og
einkurn héldu menn, að mörg aí skipunum hefðu verið
tekin fyrir utan landhelgismörkin, því skipstjórar buðust
undantekningarlaust til að vinna eið að því, að þeir hefðu
1) og við ísland. Þýð.