Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 78
72
staðar birta ýtarlegri skýrslu um þær. Það gæti orðið
góð leiðbeining fyrir aðra, sem ef til vill vildu gjöra til-
raunir í þessa átt annarsstaðar við landið. — Þeir, sem
lögðu út í það að gera þessar tilraunir, eiga miklar þakk-
ir skyldar, og er óskandi að frekari tilraunir þeirra verði
til þess að bæta þeim skaða þann, er þeir urðu fyrir árið
sem leið, og gefi þeim helzt nokkuð í aðra hönd, er mætti
livetja menn alment til að leggja stund á þessar veiðar
og reknetafélagið sérstaklega.
Þó tilraunir þessar gengju elcki betur en þetta, þá
tel eg þær þó hafa gengið fram yfir allar vonir, þegar
tekið er tillit til þess, að útbúnaðurinn var að sumu leyrti
fremur ófullkominn, skipið ekki nema eitt og ekki hent-
ugt o. s. frv. Auk þess var byrjað of seint og hætt of
snemma, og netin voru öll með stórum riðli, sem vel
gat slept i gegn allri smærri síld, t. d. spiksild þeirri, sem
á síðari árum hefir verið allmikið um i Faxaflóa. Það var
því lán, að stórsíld skyldi vera fyrir, þvi annars hefðu
menn ekki orðið varir við neina síld, svo alt hefði farið
út um þúfur, ályktunin orðið sú, að hér væri ekki auðið
að afla síldar með reknetum. Eg hafði einnig borið k\ið-
boga fyrir þvi, að hinar björtu nætur hér á sumrin mundu
spilla veiðinni, jafnvel algjörlega, því birtan gerir netin
auðsærri i sjónum, og getur fælt síldina frá að ganga í
þau. En þessar tilraunir hafa sýnt, að þetta þarf ekki að
óttast, ef að eins er sökt netunum dálítið. Eg tel því
tilraunir þessar mjög merkilegar, þar sem þær hafa fylli-
lega sýnt, að liér má veiða síld í reknet. Hitt atriðið, að
sildin skemdist nokkuð í meðförunum, tel eg minna
varðandi, því það má laga smámsaman. Það er vonandi,
að hinar ýtarlegri tilraunir, er gera á i sumar, lánist vel,
og mönnum takist að ráða bót á því, er áfátt var í sum-
ar er leið.
Reknetaveiðum þessum var eðlilega hagað eins og