Andvari - 01.01.1900, Síða 79
73
títt er við Skotland. Þessi aðferð, skozka aðferðin, sem
annars er tiðkuð i Danmörku og víðar, er einkum fólgin
í því, að menn sigla út á hverju kveldi, leggja netin urn
sólarlagsbil, reka með þau um nóttina, taka þau svo með
niorgninum, þannfy, að þau eru lögð í bunka með aflan-
um í, i lestina eða í hið þilfarslausa miðskipsrúm skips-
ins, og svo siglt til lands sem fyrst. Þegar þangað er
komið, er síldin tekin úr netunum og seld þeim er verka
hana, og er hún kverkuð og söltuð þegar i stað. Alt er
því undir því komið, að geta komist sem fljótast til
lands með aflann, áður en hann skemmist. En þar sem
nú Skotar fara oft til veiða io—15 milur danskar á haf
út, þá er mjög áríðandi, að skipin séu vel siglandi og
hraðskreið, og að hafnir séu víða meðfratn ströndinni,
þar sem skipin geta affermt tafarlaust, án tillits til veðurs.
I skýrslu til innanríkisráðaneytisins danska segir
kapt. Trolle, er ferðaðist til Skotlands 1896: »Menn
stunda reknetaveiðar á svæði, sem liggur milli 1 og 15
danskra mílna frá landi. A austurströndinni verka menn
ekki sildina á skipinu, heldur er hún daglega flutt til
lands, og kverkuð þar og söltuð svo fljótt sem unt er.
Þess vegna varðar það rnjög miklu, að hafnir séu nærri
síldarmiðunum«.
»Fyrir 30 árnm, þegar stærri hafnir vantaði, voru
stærstu skúturnar (luggers eru þær nefndar), með að eins
30' löngum kili, en nú hafa hinar stærstu 50—60' kjöl.
Gaman er að bera saman veiðina þá og nú. 1865 var
aflinn á austurströndinni 448,238 tnr., 1895 þar á móti
M^S^o tnr. eða hér um bil þrisvar sinnum meira«.
A stærstu skútunum eru 6 menn. Þær kosta um 7500
kr., þar með talin gufuvinda með 2—3 hesta krafti til
þess að draga netin inn með. Fiskimennirnir, eða 2—3
þeirra í félagi, eiga oft sjálfir skip og veiðarfæri*.
»Á síðustu árum láta menn gufuvindu á nærri all-