Andvari - 01.01.1900, Page 80
74
tir skúturnar. Vindurnar kosta um 1500 kr. Alment
vilja menn setja þær í samband við litla lijálparskrúfu,
því oft verður að draga skúturnar á miðin og til lands
aftur, þegar logn er«.
Skúturnar eru tvímastraðar, með 2 ráseglum, út-
leggjara og einni fokku, og sigla mjög vel. Frammastr-
ið er mjög hátt og sterkt, og er það lagt niður meðan
skipið rekur.
Nú eru Bretar byrjaðir á því að smíða gufuskip til
síldar- og makrilsveiða. Skip þessi eru úr tré og hafa
líka segl, sem brúkuð eru við veiðarnar, og þegar bj'r er,
en á leiðinni út og inn er skrúfan brúkuð, og kemur það
bezt að liði þegar lygnt er. Stærðir á þessum skipum
er álíka og á hinum stærri eldri seglskipum; þau kosta
33—3 5 þús. kr., að vélinni meötaldri. Menn eru mjög
ánægðir með þau.
Af því sem nú hefir sagt verið, má glögt sjá, að
skozka aðferðin á ekki við hjá oss, nema því að eins, að
fiskað sé svo nærri höfn, að koma megi sildinni óskemdri
á land. Eigi að eins að hafa síidina til beitu, má verja
hana skemdum, með því að leggja hana í is eða frysta
hana í skipinu. En ætti að verka iiana ti! verzlunarvöru,
þá dugar það ekki. Þá verður að salta hana samdægurs
og hún er veidd.
Tilraunirnar í sumar voru gerðar til þess að veiða
síld til beitu, eins og áður er minst á. En iánist þær
tilraunir vel, er gerðar verða framvegis, þá má búast við
að fii svo mikla síld, að meira veiðist en það sem þarf
til beitu. Þá er næsta skrefið að veiða sild til manneld-
is og verzlunarvöru, og þá dugar skozka aðferðin ekki
iengur, eða bráðabyrgðar ísgeymsla í skipinu. Þá verða
menn að taka upp hollenzku aðferðina, en hún er einkum
að því leyti frábrugðin hinni, að skipin eru mánuðum sam-
an, og síldin er söltuð í skipinu, og að eins endursöltuð