Andvari - 01.01.1900, Side 82
76
tengslum úr manillahampi við 131/* faðma langan fláatein.
Við þetta fellist netið enn meira, og möskvarnir verða
hærri (lengri upp og niður). Þar sem nú fláateinninn er
með 3V2 faðrna löngum böndum, bundinn við hlut af
rekstrengnum, sem er styttri en hann, verður fellingin á
netinu í sjónum í rauninni enn meiri, eða því sem 'næst
til helmings. llekstrengurinn er bundinn við bólin með
3 '/*—4 faðma löngum böndum. Netin sjálf, 75 —1-00 að
tölu, hanga þannig um 8 faðma undir yfirborði sjávarins.
Með þessum útbúnaði verður netatrossan svo sterk og eftir-
gefanleg, að skipið getur legið bundið við hana, eins og við
akkeri. Þetta þola engin önnur reknet. Jafnvel skozka
netatrossan stenzt ekki það átak, sem skipið gerir á netin
í ókyrrum sjó. Hinir snöggu kippir skipsins á rekstreng-
inn verka heldur ekki mikið á netin og síldina, sem í þeim
er. Hollendingar álita það betra, að garnið í netunum sé
nokkuð gilt. Við tíða börkun eða smurningu með olíu
og katehú bólgnar það nokkuð, og er orðið gildara og
mýkra, þegar netin eru 5—6 ára gömul. Svo gömul net
álita Hollendingar bezt. — Mjótt garn eins og hampgarn
Norðmanna, mundi skemma mikið af síld, meðan netin
reka, því það mundi skera af henni höfuðið.
Trossan er sett saman af 75 —100 netum 16—17
faðma löngum, svo hún er 1240—1650 faðma löng. -—-
Milli tengslanna, sem netin eru fest með við fláateininn,
eru 9'/2-— ii1/^". — Flárnar eru úr korki, ferhyrndar
5 '/2" á lengd, 3 ^/^" á breidd og n/2' á þykt, og festar á
teininn með 1 álnar millibili. — FlAateinninn er fjórsnú-
inn, með miðþætti, og i'/s" að ummáli. Hvert net er fest
við rekstrenginn með 2 böndum (uppihöldum), öðru við
endann, og hinu við miðjuna á netinu. Þessi bönd eru
3V2 fðm. á lengd og 2^/2 á digurð. — Rckstrengurivn er
oftast kaðall úr manillahampi, 5 */*" digur og er eiginlega
skeyttur saman af 14—84 fðm. löngum strengjum. Sum-